Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 87

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 87
UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐI 83. brýnustu nauðþurftum veitir aldrei tóm til fullnægingar heil- brigðu tilfinningalífi, eða þeir koma frá efnaheimilum þar sem gleði og athafnaþrá barnsins er bannfærð og barnið lifir án til- finningatengsla við foreldrana, sem lifa fullorðinslífi sínu án tillits til þarfa barnsins. Það er úr mörgu að velja í skýrslum okkar . . . MARGIR menn halda að barn- ið öðlist félagsþroska, verði félagsvera, af sjálfu sér á sama hátt og líkaminn vex. En svo einfalt er það ekki. Að verða „heiðarlegur samborgari" er að mestu leyti nám, einskonar hegðunarkennsla, sem byggist á því að barnið trúir því sem uppalandinn er að reyna að kenna því vegna þess að náin tilfinningatengsl eru á milli þeirra. Þeim þykir vænt hvoru um annað og þessvegna trúir barnið á kennara sinn og finn- ur að hann vill því vel. A ð þrosk- ast félagslega er í rauninni ekki annað en að vaxa inn í þann veruleika, sem hinir fullorðnu hafa skapað (og í þeim heimi úir og grúir af umferðareglum, vegvísum og flóknum siðaregl- um). Þegar maður sem barn fikr- ar sig upp í þennan heim, verð- ur maður að hafa einhvern til að halda í höndina á sér, og hann verður oft að ön^a mann og hvetja. „Þetta gerirðu vel- — „Nú varstu duglegur!“ — „Misstu ekki kjarkinn, þér gengur betur næst“ o. s. frv. Annað atriði. Einlægasta gleði barnsins sprettur einmitt af framförum í þroska, hún á meg- inupptök sín í framförum í lær- dómi og í fullnægingu eigin at- hafnaþrár. Þessari gleði verður barnið að deila með leiðbeinanda sínum. Þegar það finnur að ein- hver annar sýnir tilfinningupi þess velviljaðan áhuga, eih- hver sem vill því vel, þá hafa fyrstu tilfinningatengslin skap- azt. Þróun félagshugðarinnar er hafin. Uppörvun er and- legt fjörefni fyrir barnið (er það raunar ekki svo um okkur öll ?), en á þessari leið barns- ins á og verður að setja því boð og reglur. „Þetta var ágætt, en svona má maður samt ekki gera.“ „Nei, vinur minn, nú er nóg komið,“ o. s. frv. Skilyrði þess að barnið fylgi þessum boðum og reglum er ekki alltaf að þau skilji þau heldur að þau trúi því að þau séu rétt og þeim fyrir beztu. Allt sem sagt hefur verið hér að framan sýnir aðeins hve mikilvægt það er að foreldrar standi börnum sínum nærri, að tengslin séu traust og góð frá upphafi. Þetta eru alkunn sann- indi, en þeim er oft lítill gaum- ur gefinn. Vanræktra, yfirgefinna barna, þeirra barna, sem knúin hafa verið of snemma inn í heim hinna fullorðnu, þeirra sem aldrei fengu tækifæri til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.