Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 87
UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐI
83.
brýnustu nauðþurftum veitir
aldrei tóm til fullnægingar heil-
brigðu tilfinningalífi, eða þeir
koma frá efnaheimilum þar sem
gleði og athafnaþrá barnsins er
bannfærð og barnið lifir án til-
finningatengsla við foreldrana,
sem lifa fullorðinslífi sínu án
tillits til þarfa barnsins. Það er
úr mörgu að velja í skýrslum
okkar . . .
MARGIR menn halda að barn-
ið öðlist félagsþroska, verði
félagsvera, af sjálfu sér á sama
hátt og líkaminn vex. En svo
einfalt er það ekki. Að verða
„heiðarlegur samborgari" er að
mestu leyti nám, einskonar
hegðunarkennsla, sem byggist
á því að barnið trúir því sem
uppalandinn er að reyna að
kenna því vegna þess að náin
tilfinningatengsl eru á milli
þeirra. Þeim þykir vænt hvoru
um annað og þessvegna trúir
barnið á kennara sinn og finn-
ur að hann vill því vel. A ð þrosk-
ast félagslega er í rauninni ekki
annað en að vaxa inn í þann
veruleika, sem hinir fullorðnu
hafa skapað (og í þeim heimi
úir og grúir af umferðareglum,
vegvísum og flóknum siðaregl-
um).
Þegar maður sem barn fikr-
ar sig upp í þennan heim, verð-
ur maður að hafa einhvern til
að halda í höndina á sér, og
hann verður oft að ön^a mann
og hvetja. „Þetta gerirðu vel-
— „Nú varstu duglegur!“ —
„Misstu ekki kjarkinn, þér
gengur betur næst“ o. s. frv.
Annað atriði. Einlægasta gleði
barnsins sprettur einmitt af
framförum í þroska, hún á meg-
inupptök sín í framförum í lær-
dómi og í fullnægingu eigin at-
hafnaþrár. Þessari gleði verður
barnið að deila með leiðbeinanda
sínum. Þegar það finnur að ein-
hver annar sýnir tilfinningupi
þess velviljaðan áhuga, eih-
hver sem vill því vel, þá hafa
fyrstu tilfinningatengslin skap-
azt. Þróun félagshugðarinnar
er hafin. Uppörvun er and-
legt fjörefni fyrir barnið (er
það raunar ekki svo um okkur
öll ?), en á þessari leið barns-
ins á og verður að setja því
boð og reglur. „Þetta var ágætt,
en svona má maður samt ekki
gera.“ „Nei, vinur minn, nú er
nóg komið,“ o. s. frv.
Skilyrði þess að barnið fylgi
þessum boðum og reglum er
ekki alltaf að þau skilji þau
heldur að þau trúi því að þau
séu rétt og þeim fyrir beztu.
Allt sem sagt hefur verið hér
að framan sýnir aðeins hve
mikilvægt það er að foreldrar
standi börnum sínum nærri, að
tengslin séu traust og góð frá
upphafi. Þetta eru alkunn sann-
indi, en þeim er oft lítill gaum-
ur gefinn.
Vanræktra, yfirgefinna barna,
þeirra barna, sem knúin hafa
verið of snemma inn í heim
hinna fullorðnu, þeirra sem
aldrei fengu tækifæri til að