Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 66

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 66
62 ÚRVAL kosti hundrað punda virði, en dauður einskis virði nema tenn- urnar, sem ef til vill mátti fá fimm pund fyrir. En ég var neyddur til að taka skjóta á- kvörðun. Ég sneri mér að nokkrum innbornum mönnum, sem virtust hafa reynslu og sem höfðu staðið þarna þegar við komum, og spurði þá hvern- ig fíllinn hefði hagað sér. Allir svöruðu eins: að hann skipti sér ekki af neinum ef hann væri látinn í friði, en að hann væri vís til að snúast til árás- ar ef komið væri nærri honum. Mér var ljóst hvað mér bar að gera. Ég átti að nálgast fílinn þangað til ég væri kom- inn í um tuttugu metra f jarlægð frá honum og bíða svo þess hvað gerðist. Ef hann gerði sig lík- legan til árásar gat ég skotið hann, en ef hann léti mig af- skiptalausan, var hættulaust að láta hann eiga sig þangað til stjómandi hans kæmi. En samtímis vissi ég að ekkert af þessu mundi gerast. Ég var lé- leg skytta og akrarnir voru svo blautir að maður sökk í leðju í hverju spori. Ef fíllinn réðist gegn mér og skot mitt geigaði, mundi mér ekki verða undan komu auðið frekar en pöddu sem sér valtara nálgast. En eiginlega hugsaði ég þessa stundina minna um sjálfan mig en hin athugulu, gulu andlit að baki mér. Því að með augu þessa mikla mannfjölda á mér var ég ekki hræddur á sama hátt og ég mundi hafa verið, ef ég hefði verið einn. Hvítur mað- ur má ekki láta sjá á sér hræðslu í viðurvist innborinna manna og þessvegna er hann sjaldnast hræddur þegar svo stendur á. Eina hugsun mín var sú, að ef illa færi myndu þessi tvö þús- und Burmabúar horfa á hvernig ég yrði eltur og troðinn niður þar til ég væri orðinn að glott- andi líki eins og kúlinn uppi í brekkunni. Ef svona færi, væri ekkert líklegra en að einhverjir rækju upp hlátur. Það mátti ekki koma fyrir! Ég átti aðeins um einn kost að velja. Ég hlóð byssuna og lagðist á veginn til þess að geta miðað betur. Mannfjöldinn bærði ekki á. sér. Djúp og lág eftirvæntingar- stuna steig upp frá ótal brjóst- um, alveg eins og þegar tjaldið er dregið frá í leikhúsi. Þeir áttu þá von á skemmtun þrátt fyrir allt. Byssan var ágæt, þýzk með kross sigti. Ég vissi ekki þá, að þegar maður skýtur fíl á maður að miða mitt á railli eyrnanna. Þar sem fíll- inn sneri hliðinni að mér hefði ég því átt að miða beint í eyr- að. En í stað þess miðáði é'g langt fyrir framan það í þeirri trú að heilinn væri þar. Ég heyrði engan hvell þegar ég hleypti af og fann engan kipp, en í staðinn bárust mér til eyrna viðurstyggileg hrifning- aróp frá mannfjöldanum. Á augabragði, já á skemmri tíma en ætla mátti að kúlan væri á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.