Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 86
Sænskur yfirlæknir ræðir vantlamál
nng-ling’a á g'elgjnskeiði.
Unglingar á gelgjuskeiði,
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Bertil Söderling, yfirlækni.
ANDRÆÐ AUNGLIN GAR
eru daglegt viðfangsefni
okkar í ráðleggingadeiid barna-
verndarnefndar. Stúlkurnar eru
ákærðar fyrir lauslæti,drengirn-
ir fyrir bílastuld og innbrot, og
bæði telpur og drengir fyrir alls-
konar hnupl, brotthlaup að
heiman og slæpingshátt.
Margir fullorðnir eru mjög
harðorðir í garð vandræðaung-
linga og heimta refsingar sem
ekki eru í neinu samræmi við
afbrotin. Slikir dómar lýsa mik-
illi fákunnáttu og litlum skiln-
ingi á hinni sálfræðilegu hlið
málsins.
Að sjálfsögðu hafa samfé-
lagið og þegnarnir rétt til vernd-
ar gegn tjóni af völdum slíkra
unglinga,. og gera verður allt
til að leiða þá inn í raðir full-
orðinna sem þjóðholla, starf-
andi þegna. Spurningin er að-
eins hvernig slíkt verði bezt
gert. Lögfræðingum, barnasál-
arfræðingum og ármönnum
(socialarbejdere) er hér vandi
á höndum, vandi, sem ekki
verður leystur með refsiaðgerð-
um einum saman.
Pyrir þá, sem fjalla um hina
læknis- og sálfræðilegu hlið
þessara mála eru nokkur atriði
sem einkum láta sín getið. Það
er fyrst og fremst ósanngjarnt,
að þessir unglingar séu einir
gerðir ábyrgir fyrir skapgerðar-
þróun, sem uppeldisaðstæður
hafa um árabil skapað. Það er
fráleitt, að samfélagið kveði upp
stranga dóma. án þess jafnframt
að gera öflugar ráðstafanir til
að fyrirbyggja að sagan endur-
taki sig. Það er ekki nóg að
beina athygli almennings að hin-
um brotjega unglingi, sem ekki
getur talizt sálfræðilega ábyrg-
ur, heldur verður einnig að
varpa ljósi á þær aðstæður, sem
leitt hafa til eða stuðlað að
vandræðahegðun unglingsins.
Það er sem sé fágæt undan-
tekning, ef vandræðaunglingar
hafa ekki búið við sambúðar-
erfiðleika í bernsku. Stundum
eru þeir í heiminn komnir í ó-
þökk foreldra eða sem ávöxtur
lauslætis og hafa síðan fengið
að finna, að þeir séu aðeins til
byrði. Ef til vill hafa þeir alizt
upp við sundurþykkju og sí-
fellda árekstra foreldranna, sem
hafa allan hugann við eigin
vandamál. Sumir eru frá heim-
ilum þar sem baráttan fyrir