Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 98
94
ÚRVAL
skipið var komið á miðin nálægt
Japan. Worth skipstjóri lét
kvartanirnar sem vind um eyr-
un þjóta. Honum hefur senni-
lega gramizt, að fyrirliði sjó-
mannanna var ekki óbreyttur
háseti heldur skyttan Samúel
Comstock. Worth hlýtur að hafa
gert sér ljóst, að illt myndi hljót-
ast af þessum manni áður en
ferðin væri á enda.
'M
Globe var á siglingu til eyja-
klasa nokkurs skammt frá mið-
baug, þegar John Lumbard, ann-
ar stýrimaður, kallaði morgun
einn niður í hásetaklefann og
skipaði mönnum að koma strax
upp á þilfar. Einn hásetanna hét
Jósep Tómas, geðillur letingi,
sem hafði þann sið að sitja eins
lengi og mögulegt varyfir morg-
unmatnum. Þennan morgun lét
hann stýrimanninn og skipstjór-
ann bíða eftir sér í einar tvær
mínútur, áður en hann drattað-
ist upp á eftir hinum.
„Tómas, þú skalt verða lú-
barinn, ef þú flýtir þér ekki
meira þegar kallað verður á þig
næst,“ sagði Worth skipstjóri
í höstugum róm.
Tómas snerist á hæli. „Það
verður þér dýrkeypt," svaraði
hann með þjósti.
Þetta reið baggamuninn. Jós-
ep Tómas var gripinn, rifinn úr
skyrtunni og bundinn við reið-
ann. Vfirmennirnir skipuðu öll-
um hásetum að koma upp á þil-
far til þess að þeir væru við-
staddir þegar refsingin væri
lögð á sökudólginn.
Worth skipstjóri leit yfir hóp-
inn. „Sumir ykkar,“ sagði hann,
„hafa að undanförnu sýnt ó-
hlýðni og þrjózku, — ekki sízt
Tómas. Nú fáið þið að sjá hvað
það kostar að sýna þrjózku og
óhlýðni um borð í þessu skipi.
Fimmtán högg, Lumbard."
Derringurinn var fljótur að
fara af Jósepi Tómas. Það var
búið að hengja hann upp á þum-
alfingrunum og hann gat með
naumindum tyllt tánum á vagg-
andi þilfarið. Þegar hnútasvipan
skall á beru baki hans, rak hann
upp óp. Bakið varð fyrst eld-
rautt, en síðan flakandi í sárum,
og hásetinn æpti og bölsótaðist
undan höggunum eins og óður
maður.
Samúel Comstock stóð meðal
hásetanna, heyrði tautið í þeim
og sá hve svipþungir þeir voru.
Hann vissi, að nú var örlaga-
stundin runnin upp.
Á hvalveiðiskipum á stærð
við Glcbe var það venja, að báts-
foimenn og áhafnir þeirra stæðu
vörð á næturnar. Þetta kvöld
var í engu breytt út af þeirri
venju. Þegar vaktaskipti urðu,
skömmu fyrir miðnættið, kom
Samúel Comstock því með áhöfn
sína upp á þilfar.
Einn af mönnum Comstocks
var Georg bróðir hans. Hann
átti að standa við stýrið. Hann
hafði, eins og flestir af áhöfn-
inni, engan grun um það, sem