Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 28
2-1
ÚRVAL
líf. Vegur hans er krókóttur,
dimmur og vandrataður, og það
er enginn sem getur vísað hon-
um. veginn. Þær stundir koma
þegar heimurinn sem hann hef-
ur skapað er svo gagntekinn
fögnuði og sindrandi af fegurð
að ekkert af þessu skiptir neinu
máli. Ástarsælan ein þolir sam-
anburð við hann. En eins og
ástarsælan er hann skammær.
Eifiðleikar starfsins segja aftur
til sín, orðin fara í felur, setn-
ingarnar hnjóta hver um aðra,
myndirnar verða óljósar og
raddirnar óskýrar. Ef þú gerist
lifsförunautur hans, muntu ekki
komast hjá því að dragast inn
í baráttu hans, og þó að þú
fáir að njóta með honum sumra
hamingjustunda hans, munu
sár hans einnig verða sár þín.
'Ég endurtek því að lokum
það sem ég sagði í upphafi: ég
ræð þér eindregið frá því að
giftast Georg. Og þó — hver
veit — ef til vill kemur einhvern
tíma sá dagur þegar þér verður
innanbrjóst eins og Virginíu
Woolf þegar hún gekk eftir
götum Lundúna eftir að hafa
nýlokið við að skrifa bók.
Hún segir að sig hafi langað
til að rétta fram hendurnar til
allra sem hún mætti og segja:
„Sjáið — lítið á hvað ég hef
gefið ykkur!“
Þó að þú hafir ekki skrifað
bókina, gæti þér fundizt næst-
um eins og þú hefðir skrifað
hana, því að þú hefur átt mik-
inn þátt í að hún varð til. Hve
mikinn mun enginn vita nema
þú — en ef til vill nægir það til
að bæta upp allar fórnirnar. Það
er von mín.
Þinn Georg.
I KIRKJU.
Tveii’ enskir sjómenn, sem höfðu tveggja daga viðdvöl í
sænskri borg, ákváðu að fara til kirkju. Þeir settust á næst
fremsta bekk, og af því að þeir kunnu ekkert í sænsku, ákváðu
þeir að haga sér í öllu eins og maður, sem sat á fremsta bekk
beint fyrir framan þá.
Er nokkuð var liðið á messuna, flutti presturinn söfnuðinum
einhvern boðskap og maðurinn fyrir framan sjómennina stóð
upp. Sjómennirmr spruttu á fætur líka — en heyrðu þá niðui’-
bælt fliss fyrir aftan sig og flýttu sér að setjast aftur.
Að lokinni messu heilsaði presturinn sjómönnunum og þegar í
ljós kom að hann kunni ensku, spurðu þeir hversvegna söfnuð-
urinn hefði farið að flissa.
„Ég var að tilkynna skírn," sagði presturinn, ,,og bað föður
barnsins að standa upp.“