Úrval - 01.12.1955, Síða 24
20
tJRVAL
höfundum sé næstum aldrei
treyst. Þeir haga sér aldrei eins
og annað fólk. Menn finna
þetta, eins og dýrin. Þó hefur
mér alltaf fundizt það undar-
iega f jarri allri rökvísi, að enda
þótt við ætlumst ekki til þess
að venjulegt fólk skrifi skáld-
sögur, gerum við kröfu til þess
að skáldsagnahöfundur hagi
sér eins og venjulegt fólk. Það
getur hann ekki og það vekur
hjá honum sektarvitund. Til
þess að hamla á móti henni
grípur hann til ýmissa ráða,
sem fæst bera tilætlaðan árang-
ur. Áður fyrr greip hann til alls-
konar afkáraskapar, svo sem
eins og að ganga berfættur eða
stjákla um breiðstrætin með
humar í bandi. Nú á dögum er
líklegra að rithöfundar leiti
heldur allra ráða til að leyna
stöðu sinni. Sem dæmi um þetta
langar mig að tilfæri hátterni
eins góðvinar míns.
Á hverjum morgni klæðist
hann svörtum, snyrtilegum föt-
um, setur upp tórsarahatt kveð-
ur konu sína með kossi í and-
dyri íbúðar sinnar sem er á 15.
hæð í húsi í New York og stíg-
ur inn í lyftuna á mínútunni
hálfníu. Lyftan er fullskipuð
fólki sem er á leið til vinnu sinn-
ar og hann smeygir sér inn í
hópinn. En þegar lyftudyrnar
opnast á neðstu hæð, bíður hann
eftir því að lyftan tæmist og
heldur síðan áfram niður í
kjal'ara. Þar er vinnukonuher-
bergi sem fylgir íbúðinni. Naum-
ast þarf að taka það fram, að
efni til vinnukonuhalds eru eng-
in, þessvegna notar hann her-
bergið fyrir vinnuherbergi. Þeg-
ar þangað kemur, smeygir
hann sér úr buxunum, hengir
þær á herðatré til að spara
pressun, og sezt við skrifborðið.
Hann hefur tekið á sig gervi
kaupsýslu- eða skrifstofumanns
til að leyna því að hann er rit-
höfundur. Hann hefur brugðið
yfir sig þessu dulargervi sjálfs
sín vegna, og ef til vill einnig
að nokkru leyti vegna almenn-
ings. En það eitt að fara í dul-
argervi til vinnu klukkan hálf-
níu á hverjum morgni og koma.
heim klukkan hálfsex að kvöldi
megnar ekki að breyta and-
rúmsloftinu sem hann skapar
heima þegar hann vill, eins og
Virginía Woolf, vera ,,í sjálfri
sér, ein, í kafi.“ Eins og fiskur
mun hann kafa i djúpið, og þú
veizt jafnlítið um það hvernig
og hvenær hann muni koma upp
aftur og þú veizt um fiskinn,
hvenær hann muni stökkva að
nýju.
Ef þú ætlaðir að giftast hon-
um, mundi hann sennilega ein-
hvern daginn skrifa undur fall-
ega um hlýju, sólskin og vor-
angan þess heims sem er um-
hverfis þig og sem hann hefur
fengið að snerta fyrir kynni sín
af þér. En til þess að skrifa
það verður hann að kafa niður
í köld djúpin og líta þaðan upp
til þín gegnum bessi gleraugu
sín.