Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 83

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 83
SJÁLFSICIPAÐA ÞERNAN OKKAR 1 SINGAPORE 79 þær Ama og Glókollur aldrei að geta þess, að þetta hefðu nú verið steyktir kakkalakkar, marínerað músakjöt eða annað þvíumlíkt. Ég lofaði þeim að gera að gamni sínu. Og þó, hver veit nema þeim hafi verið al- vara?). Næsti sigur minn var daginn sem Ama kom að mér úti við hliðið þar sem ég var að gefa kínverskum og malajskum börnum ís er ég keypti í ísvagn- inum, sem ók framhjá. Það var í fyrsta skipti sem Ama brosti til mín. Mér hitnaði um hjarta- rætur. Nokkrum dögum seinna kom hún inn í svefnherbergið þegar ég var að setja spennur í hár konunnar. Þegar ég var farinn, spurði hún Glókoll um þetta. Voru eiginmenn á Vesturlöndum vanir að gera þetta fyrir konur sínar? Glókollur hélt það nú — sumir þvæðu jafnvel upp leir- tauið. Því trúði Ama ekki, en hún viðurkenndi með ólund, að ef til vill væru samt til karl- menn, sem ekki væru með horn og klaufir. En það var atburðurinn á dýralækningastöðinni, sem réð úrslitum. Komið hafði upp hundaæði í Singapore og ég sagði Ömu að fara með hund- inn okkar, Sherlock, á stöðina til að láta bólusetja hann. Ama hafði yndi af að aka í bílnum okkar, einkum ef hún sat aftur í og skipaði bílstjóranum fyrir. Hún klæddi sig upp á, fór í svartar silkibuxur og hvítstífað- an jakka, vatt gljásvart hárið í hnút í hnakkanum og hengdi á sig allt gullstáss sitt. Hún kom aftur í öngum sín- um. Einhver hrokafullur skrif- finnur hafði neitað að láta bólu- setja Sherlock, jafnvel gefið í skyn, að Ama hefði stolið hon- um. Hann heimtaði skilríki frá eigandanum. Það var í eina skiptið sem ég sá Ömu alveg bugaða. Hún hafði „misst and- litið“, eins og Austurlandabúar kalla það. Nú voru góð ráð dýr. Ég fór með Ömu og hundinn út í bíl- inn aftur, ók til stöðvarinnar, ruddist fram fyrir langa biðröð af fólki, sem beið eftir að fá hunda sína bólusetta, tók hroka- gikkinn,sem hafði móðgað Ömu, til bæna og lét hann biðja hana afsökunar. Ama, sem nú hafði fengið ,,andlit“ sitt aftur, lagði mér lið. Við unnum. Sherlock var bólusettur á stundinni og við gengum hnarreist út úr stöð- inni. Ama klappaði hjartanlega á bakið á mér. Upp frá þessu var eins og hún ætti í mér hvert bein. Eins og flestir Kínverjar í Singapore var Ama trúuð og jafnframt ástríðufullur fjár- hættuspilari. I svefnherberginu hennar var lítið altari með skurðmyndum af hlæjandi Búdda og gyðju miskunnsem- innar. Hún brenndi reykelsi fyr- ir framan þessi goðalíkneski — og lagði happdrættismiða við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.