Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 57
I STUTTU MÁLI
53
Skynheimar dýranna.
Hinn nafnkunni þýzki lífeðlis-
fræðingur Uexkiill kom eitt sinn
fram með þá hugmynd, að fróð-
legt væri að rannsaka skynheim
dýranna, þ. e. gera sér grein
fyrir hvernig dýrin skynja heim.
inn kringum sig. Með skemmti-
legum tilraunum skýrði hann á
einkar ljósan hátt hve ólíkt þeir
skynjuðu umhverfi sitt hann og
hundurinn hans á morgungöngu
sinni. Prófessorinn ferðaðist
fyrst og fremst í sjónheimi, en
hundurinn í þefheimi og mun-
urinn á þeim tveim heimum væri
að minnsta kosti eins mikill og
munurinn á skynsemi manns og
hunds.
Hugmynd þessi hefur reynzt
fi'jósöm. og leitt til þess að all-
mikið hafa verið rannsakaðir
skynheimar ýmissa dýrateg-
unda. Jafnvel sjónheimur dýr-
anna getur verið næsta marg-
breytilegur. I rauninni getum við
alls ekki gert okkur grein fyrir
því hvernig litfagur blómalund-
ur lítur út í hinum margbrotnu
augum skordýranna. Mannsaug-
að sér regnbogalitina, frá rauðu,
yfir gult, grænt og blátt til
fiólublás. en hrossaflugan sér
ekki rautt; aftur á móti sér hún
útfjólublátt; sama máli gegnir
um flest önnur skordýr.
Þetta hefur komið í ljós við
tilraunir á býflugum. Yfir tvær
skálar voru lögð tvö lok með
gati á. Önnur skálin var tóm,
hin með hunangi í. Annað lokið
var hvítt, en hitt málað með út-
fjólubláum lit og var hunang
undir því. Mannsaugað greindi.
engan mun á þessum plötum,
það greinir ekki útfjólbláan lit,
þessvegna virtust þau bæði hvít.
Býflugurnar leituðu í báðum
skálunum, en héldu sig síðan
eingöngu að skálinni með út-
fjólubláa lokinu, sem í augum
þeirra var allt öðruvísi á lit-
inn en hvíta lokið (eins þótt
lögun loksins væri breytt).
Hvernig ætli hinn útfjólublái
heimur sé útlits í augum bý-
flugnanna? Við getum enga
grein gert okkur fyrir því.
Margar bjöllur sækja í sólar-
ljósið. í kassa með apelsínugulu
sellófanloki bæra þessar bjöllur
ekki á sér, af því að þær sjá
ekki rautt ljós. í þeirra augum
er niðadimmt í kassanum, þótt
skærgul birta sér þar i augum
mannsins. Ef blágrænt lok er
sett yfir kassann, greina bjöll-
urnar skímu og skríða í áttina
að lokinu. Sé kassinn lýstur inn.
an með útf jólubláu Ijósi, er hann
eftir sem áður niðdimmur í okk-
ar augum, en bjöllurnar hlaupa
að ljósinu.
Á sama hátt hafa verið gerð-
ar tilraunir með maura, sem
látnir voru byggja sér þúfu í
tilraunakassa. I mauraþúfum
verður að vera dimmt. Til þess
að geta fylgzt með maurunum
var komið fyrir rúðum á kass-
anum þannig að hægt væri að
lýsa upp þúfuna innan með
rauðu ljósi. Rauða ljósið hafði
engin áhrif á maurana, þeir