Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 31
SILICONIN ERU UNDARLEGRAR NÁTTURU!
27
ætigufur og hita. Ef leiðsla
hitnaði af ofhleðslu, leystist
einangrunarefnið í sundur,
molnaði, bráðnaði eða eldur
kviknaði í því. Af þessum sök-
um voru rafmagnsmótorar að
minnsta kosti helmingi stærri en
þeir hefðu þurft að vera, ef
gott einangrunarefni hefði verið
tiltækt.
Vísindamenn Corning gerðu
sér ljóst, að einangrun úr
sterkri glerull er hefði mikið
hitaþol mundi taka langt fram
eldri einangrunarefnum — ef
hægt væri að binda saman
glerdúkinn og önnur nauðsyn-
leg efni með einhverju bindiefni
til þess að gera hana þannig
að hún hefði mikið þol gegn
titringi, ætiefnum, vatni og
hita.
„Augljóst var, að venjuleg
gljákvoða eða plastefni dyggðu
ekki,“ sagði Hyde síðar. „En
eftir nokkra ára tilraunir með
lífræn silisíumsambönd sann-
færðumst við um, að lausnina
væri að finna í siliconefnasam-
böndunum.11
Fyrstu siliconin sem Hyde bjó
til, voru göliuð. Þau einangruðu
vel, voru alveg vatnsþétt og
þoldu furðulega mikinn hita, en
þau voru annaðhvort of stökk
eða of kvoðukennd.
Um sama leyti voru vísinda-
menn hjá General Electric að
gera tilraunir með silicon sem
einangrunarefni. Árið 1938
tókst þeim að búa til silicon sem
bindiefni í einangrun. Það var
seigfljótandi líkt og hunang, en.
hægt var að breyta því í fast
efni, sem var fjaðurmagnað og
þoldi ágætlega hita, vatn og
önnur efni.
Efnafræðingar General Elec-
tric bjuggu einnig til gufu-
kennt silicon, sem slapp úr til-
raunaglösum þeirra og barst
um rannsóknarstofuna. Áhrif
þess urðu furðuleg. Það gerði
pappírsþurrkur vatnsheldar,
skrifpaiipír blekheldan, og það
breytti þerripappírnum þannig,
að í stað þess að drekka í sig
blek, dönsuðu blekdroparnir á
honum eins og kvikasilfurskúl-
ur.
Efnafræðingarnir komust
brátt að raun um, að hægt var
að hagnýta sér hina undarlegu
eiginleika þessa silicons. Það var
hægt að nota það til að gera
leir- og glervörur þannig að
ekki hrini á þeim vatn. Það voru
gerðar úr því síur í gasgrímur,
sem ekki hrein á vatn og vín-
glös, sem hægt var að þurr-
drekka.
Annar efnafræðingur hjá G.
E. fann upp „hoppandi kíttið“
— það gerði hann með því að
blanda sérstökum bórsambönd-
um saman við silicon. Enn ann-
ar fann upp silicongúmmíið af
tilviljun dag nokkurn þegar
hann sá þykka, fjaðurmagnaða
kvoðu síga úr glasi, sem í var
siliconvökvi, er hafði af tilviljun
komizt í snertingu við málm.
Silicongúmmíið er nærri eins
fjaðurmagnað og venjulegt