Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 26

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 26
22 ÚRVAL hans. Heimilisrækni er einnig horgaraleg dyggð, og það leyn- ist alltaf djúpt í sál hvers ein- asta rithöfundar svolítill ótti við heimilislífið, og óljós löngun til að losna við það. Þetta eru þá nokkrar af að- vörunum mínum, en gerum nú ráð fyrir að þú hafir ekki látið segjast við þær og giftist Georg. Gerum ráð fyrir, að þú hafir verið nógu ástfangin og um- burðarlynd til þess að þola sér- vizku hans, og að hjónaband ykkar sé, þegar á allt er litið hamingjustamt. Þegar hér er komið sögu, hefur Georg svo ef til vill hlotið nokkra viður- kenningu. Þér finnst, að nú sé að færast nokkur ró yfir líf ykkar og að tímabil storma og stórviðra sé afstaðið. En það er blekking! Velgengni hans mun aðeins gera líf ykkar flóknara. Áður fyrr, þegar ykk- ur var boðið í samkvæmi, voru þið notalega laus við forvitin augnaráð. En nú verður þú þess jafnan vör skömmu eftir að þið komið, að laumuleg augnagot beinast að ykkur, og fylgja þeim hljóðskraf, sem orðið ,,rit- höfundur“ skilur sig úr öðru hverju. Það eru ekki karlmenn- irnir, sem hafa þetta hljóðskraf um hönd. Þeir halda áfram að horfa á Georg með sömu lítt duldu tortryggninni og þeir hafa alla tíð borið í brjósti til hans. Hljóðskrafið kemur frá kvenfólkinu. Því að í siðmenningu vorri ei-u það konurnar, sem eru merkisberar menningarinnar. Þær hafa klúbbana, þær læra að meta málverk og tónlist og sá fjöldi ritdóma sem þær lesa á ári, er lygilegur. í augum kvenna er rithöfundurinn sveip- aður dýrðarljóma. Hann er næmgeðja og skilningsfullur, mælir gullkorn af vörum og tal- ar í ljóðum af minnsta tilefni. Þegar þessi aðdáunaraugu koma frá konum, sem komnar eru af léttasta skeiði, muntu sjá á Georg, að honum er leynlega skemmt eins og þér. En menn- ingin er ekki einungis í höndum miðaldra kvenna. Margar ungar og aðlaðandi konur leyta kyn- ferðislegri hégómagirnd sinni fullnægingar hjá rithöfundum og listamönnum. Georg bítur kannske ekki undir eins á hjá þeim, en þér getur orðið dálít- ið ónotalega innanbrjósts, þegar þú sérð hvernig Georg uppveðr- ast við aðdáun þessara kvenna, eins og líklegt er að hann geri. Önnur óþægileg reynsla bíður þín þegar þú uppgötvar, að augnaráð kvenfólksins beinist ekki að Georg heldur að þér. Kvenleg eðlishvöt þín verður ekki lengi að gera sér Ijóst, að í þessu augnaráði felst ein spurning: ,,Hvað í ósköpunum sér hann í henni?u Spurningin á auðvitað uppruna sinn í næst- um takmarkalausum hæfileika mannsins til sjálfsblekkingar. Þéssar konur telja sjálfum sér trú um að þær hljóti að eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.