Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 100
ÚRVAL
S>6
færði Comstock öxina af öllu
afli í höfuð honum.
Tveir af yfirmönnunum voru
dauðir, en tveir voru enn á lífi.
Þeir voru í næsta klefa, og það
var óhugsandi annað en að þeir
hefðu vaknað við háreystina.
í borðsalnum stóðu hinir upp-
reisnarmennirnir vörð við dyrn-
ar á klefa annars og þriðja
stýrimanns, en þaðan heyrðist
hvorki stuna né hósti. Comstock
þreif tvær byssur, hlóð þær
báðar og setti byssusting á aðra.
Síðan bjóst hann til atlögu.
Hann skipaði mönnum sínum
að fara frá dyrunum og skaut
gegnum hurðina í stefnu á aðra
kojuna. Innan úr klefanum
heyrðist lág stuna. Comstock
beið átekta.
Fisher, þriðji stýrimaður,
rauf þögnina. ,,Ég hef fengið
skot í munninn," hrópaði hann
gegnum mölbrotna hurðina. „Ég
hef fengið skot í munninn.“
Comstock svaraði: ,Opnaðu
dyrnar!"
Hann rétti Payne byssuna,
sem skotið hafði verið af og
tók hina, sem byssustingurinn
var á, og beindi henni að dyr-
unum. Mínúta leið — þá var
hurðinni skyndilega hrundið
upp. Comstock lagði þegar
byssustingnum í þann, sem kom
í gættina, en hann hörfaði und-
an.
En Comstock gleymdi þrösk-
uldinum. Hann rak tærnar í
hann og slengdist endurlangur á
klefagólfið. Lumbard réðst á
Comstock en homun tókst að
smjúga undan honum og staul-
ast á fætur. Þeir Fisher og
Lumbard stóðu nú andspænis
honum. Fisher hrækti blóði. því
að hann var með stórt skotsár
á kjálkanum; en hann hélt á
byssunni og miðaði henni á
Comstock.
Comstock tók til máls og tal-
aði hægt og rólega. Hann full-
vissaði Fisher um að uppreisn-
in hefði hepnast og væri senn
um garð gengin. Skipstjórinn
væri dauður og sömuleiðis fyrsti
stýrimaður. Comstock fullyrti,
að öll áhöfnin væri á hans bandi.
Hann þagnaði. En svo bætti
hann við, að hann gæti ef til vill
bjargað lífi Fishers. Að vísu
væru hásetarnir reiðir, en hann
kvaðst þó geta bjargað honum
með því að segja, að hann hefði
gefist upp af frjálsum vilja.
Comstock sagði, að Fisher væri
áreiðanlega svo skynsamur að
skilja þetta.
Fisher þagði. Hann miðaði
byssunni stöðugt á Comstock.
Hinir héldu niðri í sér andan-
um. Lumbard, annar stýrimað-
ur, sem stóð við hliðina á Fis-
her, opnaði munninn eins og
hann ætlaði að segja eitthvað.
En í sama bili tók Fisher ör-
lagaríka ákvörðun.
Hann rétti Comstock byssuna.
Comstock þreif byssuna,
stjakaði Fisher til hliðar og réð-
ist gegn Lumbard. Lumbard
hörfaði undan byssustingnum.
en loks tókst Comstock að króa