Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 14
10
ÚRVAL
J. R.: Við vitum það ekki,
en víst er, að aparnir eru ekki
mállausir vegna þess að þá
skorti líkamleg skilyrði til þess
að geta framleitt hljóð er hafi
merkingu. Það er öllu frekar
heili apans en barkakýlið sem
vamar honum máls. Skortir
hann einhvern undirstöðu hæfi-
leika til þess að mynda hug-
tök, glíma við tákn? Það er eng-
an veginn víst, því að hægt er
að kenna sumum sjimpönsum
að nota plötur — á sama hátt
og við notum skildinga — til
að kaupa fyrir ávexti. Þau svæði
í heilanum sem tengd eru mál-
inu — þau eru í vinstri heila-
helming á rétthendum mönnum
— taka yfir þriðjung af þeim
heilahelming. Og þar er einmitt
að finna talsverðan mun í
byggingu og myndun á öpum
og mönnum. Sá munur hlýtur
að hafa myndast, ekki allt í
einu, heldur smám saman, stig
af stigi, á þann hátt sem við
getum ekki gert okkur ljósa
grein fyrir. En hversu mikil
sem þessi breyting í byggingu
heilans kann að hafa verið, og
hversu erfitt sem það kann að
vera að skýra slíka breytingu,
er hún Iíffræðing-um sízt örðugri
eða torráðnari gáta en þær
breytingar sem orðið hafa á öðr-
um líffærum líkamans. Það vek-
ur ekki meiri undrun hjá líf-
fræðingum að sjá taugakerfi
þróast og verða margbreyti-
legra, heldur en að sjá þróun og
myndbreytingu annarra líffæra-
kerfa líkamans — svo sem melt-
ingarfæra, öndunarfæra eða
æðakerfis.
Frá mínu sjónarmiði er breyt-
ingin úr apa í mann ekki eins
mikið undrunarefni og fyrri
þróunarbreytingar. Að apar
skuli hafa þróast upp í menn
— því er, þegar á allt er litið,
ekki svo erfitt að trúa, en að
eðlur skuli hafa verið forfeður
spendýra, að hi’yggdýrin skuli
vera komin af einfrumungum og
einfrumungarnir af vírum —-
það er vissulega meira undrun-
arefni. Og sé furðuleg þróunin
úr einni dýrategund í aðra, einni
lífveru í aðra, þá er enn furðu-
legri tilkoma hinnar fyrstu líf-
veru, tilurð sjálfs lífsins. Mér
virðist satt að segja, að vanda-
málin verði því stórkostlegri
sem við lítum lengra aftur í
tímann.
Blóðpróf.
P. B.: Er náinn blóðskyld-
leiki milli þeirra mannapa sem
nú lifa og mannsins — ég á
við, er mannsblóð og apablóð
svipað að gerð? Og hefur þess-
konar skyldleiki eitthvert gildi
fyrir læknisfræðina?
J. R. Að sumu leyti er blóð
mannsins og mannapanna mjög
svipað. Dr. Troisier og aðrir á
eftir honum hafa sýnt, að blóð
úr sjimpansa er að skaðlausu
hægt að gefa manni — að sjálf-
sögðu að því tilskyldu að báðir
séu af sama blóðflokki, því að
mannapar hafa blóðflokka, sem