Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 99

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 99
UPPREISN UM BORÐ 95 í vændum var, enda virtist allt vera með kyrrð og spekt um borð. Um miðnætti, þegar vakt hans var á enda, tók hann upp bjöllu sem lá á kompásskýlinu og ætlaði að fara að gefa þeim merki, sem átti að taka við af honum. Skyndilega heyrði hann þungt fótatak og einhver sagði með skipandi rödd: „Slepptu þessu!“ I daufum bjarma ljóskersins sá Georg andlit Samúels bróður síns. Heiptin skein úr hverjum drætti og hann hélt á hárbeittri sveðju í hendinni. Eins og í leiðslu horfði Georg á bróður sinn leggja sveðjuna á bekk á þilfarinu. Síðan gekk Samúel að kompásskýlinu og kveikti á ljóskeri. Hann tók ljóskerið með sér og gekk hljóð- lega inn í borðsal yfirmannanna. Inn af borðsalnum voru klefar skipstjóra og stýrimanna. Um leið og Samúel Comstock kom inn í borðsalinn, skutust þrír af samsærismönnum inn um aðrar dyr. Einn þeirra hélt á stórri exi, sem hann rétti Com- stock. Tveir uppreisnarmenn tóku sér stöðu við dyrnar á klef- um stýrimannanna; Beetle, fyrsti stýrimaður, var einn í klefa, en Lumbard, annar stýri- maður og Fisher, þriðji stýri- maður, bjuggu saman í öðrum. Comstock setti ljóskerið á borð- ið og ýtti hægt upp hurðinni á klefa Worths skipstjóra. Nóttin var heit og molluleg. Worth hafði ekki getað sofnað í koju sinni í svefnklefanum og hafði því tekið það ráð að leggj- ast fyrir í hengirúmi í fremri klefanum. Hann gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það heyrð- ist þungt, knosandi högg, hengi- rúmið sveiflaðist til og höfuð skipstjórans valt út úr rúm- inu og hékk þar á einni sin. Comstock flýtti sér fram í borðsalinn. Ljóskerið stóð enn á borðinu þar sem hann hafði skilið við það. I daufum ljós- bjarmanum sá Comstock að Silas Payne, sá samsærismaður- inn, sem hann bar mest traust til, hafði opnað dyrnar á klefa fyrsta stýrimanns. Comstock þreif ljósið um leið og hann hljóp framhjá borðinu. Þegar hann kom í dyragættina, sá hann Payne vinda sér að koju stýrimannsins með reidda sveðj- una. En nú munaði minnstu, að hin þaulhugsaða uppreisn mis- tækist. Comstock hafði verið of seinn á sér með ljóskerið, eða Payne hafði öllu heldur ekki þorað að bíða lengur, því að hann bjóst við að stýrimaður ræki upp óp þá og þegar. Honum hafði ekki tekizt að bana stýrimanninum í fyrstu atrennu. Hann hafði einungis særzt. Stýrimaðurinn vaknaði við vondan draum og æpti hástöfum: ,,Hvað er þetta! Hvað er þetta!“ Payne þreif öxina og rétti Comstack. Um leið og Beetle stýrimaður reyndi að rísa upp,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.