Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 115
„SIÐGÆÐI ÁN TRÚAR"
111
skynja og skilja, skerpa og
glæða betur og á allt annan hátt
en verið hefur. Þessi ,,gáfa“ er
ekki jafnfjarræn og yfirskilvit-
leg og ætlað hefur verið. Það
þarf aðeins að drag ögn til hlið-
ar slæðuna þá, sem mennirnir
hafa stillt upp og hangir á kölk-
uðum, steinrunnum krókum, þá
lýsast skuggarnir og sólin brýzt
fram. Við gleymum sem sé að
leita í eigin barmi að fjöregg-
inu, sem öll lífssýn og allt lífs-
mat, vitsmunir og snilli stafar
frá.
Tómið hverfur,
(ljúpið verður brúað.
Kristur, fulltrúi okkar krist-
inna manna í guðsríkinu, á auð-
vitað sinn fasta og fulla þegn-
rétt hér, mitt á meðal okkar,
en ekki í framandi gerviríki
ímyndaðra huldulanda. Inn í
dagsbirtu mannlegrar skynjun-
ar og vitsmuna mun þungamiðj-
an flytjast. Þá opnast leiðin til
náttúrlegrar þróunar mannlífs-
ins því að guð verður mitt í þró-
uninni. Hans óðalslönd eru þar,
sem sköpun og þróun haldast
í hendur, vitsmunir dafna og
þroskinn vex. Maðurinn sjálfur
vaknar til meðvitundar og skiln-
ings um það, að í honum býr
ríkur guðsneisti, sem honum er
skylt að geyma og glæða. Þegar
þetta er fyllilega viðurkennt og
skilið, er sjálfgefið, að bjóða
guði heim..
Siðrænt uppeldi —
og siðgæðismat.
Hvað skal helzt fyrirmyndar
leita ? Frúin lýsir skorinort sjón-
armiðum sínum um frummótun
æskunnar. Hún telur óráðlegt
að leggja þar aðallega til grund-
vallar staðnaðar kennisetningar
kirkjunnar. Fyrirmynda og for-
senda til grundvallar uppeldis-
ins skal leita meðal manna í
hinu frjálsa og óbundna lífi.
Mun þar um allauðugan garð
að gresja. Með öðrum orðum:
leita að og saman safna brota-
silfri því sem lífsgildi og mann-
göfgi hefur þó að geyma í hand-
röðum sínum, ef réttilega er
skýrt og metið. Þessar fyrir-
myndir munu auðvitað breytast
með tíð og þroska. En sú breyt-
ing er eðlileg og æskileg, af því
að hún fylgir öldufalli lífrænnar
framvindu — en ekki meira og
minna steinrunnum kirkjulegum
kennisetningum, sem tóra marg-
ar hverjar á helgi vanans og
þola að lokum ekki frjálslynda,
rökræna gagnrýni og falla ógild-
ar að síðustu.
Þær skoðanir höfundar, er
fram koma í erindinu, leyfi ég
mér að skýra svo, að þýði hið
sama og að minnka bilið milli
guðs og manna — flytja þunga-
miðjuna, brennipunktinn inn í
lífið, jarðlífið — að bjóða guði
heim.
Það er aðeins ein setning,
eitt orð, sem ég tel of sterkt,
of einskorðað, þetta orð — sið-
gæði án trúar. Ég vil ekki út-