Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 13
ÆVINTÝRIÐ UM „APAFÓSTRIÐ"
9
in hjá öðrum tegundum lífvera.
Mannleg skynsemi, vitund og
mál verða að teljast algerlega
einstæð fyrirbrigði, utan við
hina almennu rás þróunarfyrir-
brigða. Það er tiltölulega auð-
velt að taka gilda myndunar-
fræðilega og líkamlega þróun
annarra tegunda, af því að mun-
urinn frá einu stigi til annars
er ekki — eða virðist að
minnsta kosti ekki vera — til-
takanlega mikill.
En milli dýranna og manns-
ins er regindjúp. Vísindamenn-
irnir virðast hafa lagt yfir þetta
djúp brú, sem er svo veikbyggð
og ótraust að mörgum heiðar-
legum og skynsömum mönnum
virðist hún lítið annað en blekk-
ing. Hefur aldrei sótt að yður
efi um sannleiksgildi þeirra
skýringa sem vísindin gefa á
umbreytingu dýrs í mann?
J. R.: Þeirri spurningu get ég
strax svarað afdráttarlaust
neitandi. Ég hef efast um —
og efast enn um — ýmislegt í
líffræði og í mörgum atriðum
hef ég breytt um skoðun um
ævina; í sumum efnum hef ég
jafnvel skipt um skoðun oft á
dag. Þér munið að Renan sagði
þetta um skoðanir sínar á
nokkrum mikilvægum heim-
spekilegum vandamálum — svo
að þér sjáið að ég syndga í
góðum félagsskap.
En um þá kenningu, að mað-
urinn sé kominn af dýrunum,
hef ég aldrei efast. Og ég fæ
ekki séð hvernig nokkur maður
getur efast um hana, einkum
þegar þess er gætt hve margar
millistigstegundir hafa fundizt.
Við höfum áþreifanlegar sann-
anir fyrir því að þessi dýr lifðu
hér á jörðinni, eins ótvíræðar
sannanir og ef þau væru lifandi
enn í dag. Við höfum sama rétt
til að draga ályktanir eins og ef
við hefðum þekkt þessi dýr, séð
þau og alið í dýragörðum okk-
ar — dýr sem voru næstum
menn; verur sem greindu í þoku
það sem okkur er skýrt fyrir
sjónum. Og djúpið sem þér
sögðuð að væri milli mannsins
og annarra dýra, þetta djúp hef-
ur þegar verið brúað, því að
það er næstum víst að taung-
apinn og Javamaðurinn, sem víð
vorum að tala um áðan, voru
millistig eða tengiliðir, bæði í
andlegu og líkamlegu tilliti,
milli mannsins og annarra dýra.
Það hafa ekki fundizt eftir
þá nein áhöld, en þeir hafa að
öllum líkindum verið gæddir
meiri hugvitssemi en apar. Hafi
þessi dýr ekki gert áhöld, virð-
ist efalaust að þau hafa notað
náttúrlega hluti sem áhöld, mis-
jafnlega mikið löguð til. Ekkí
er heldur óhugsandi að þau hafi
verið byrjuð að tala, hafi raun-
verulega verið farin að sýna þá
sérstöku mannlegu hæfileika
sem áttu eftir að hafa jafn-
stórkostlegar afleiðingar og:
raun varð á.
P. B.: Af hverju geta apar
ekki talað? Mundi vera hægt að
kenna þeim að tala?