Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 45
ROLLIGONINN
41
„Ég held þetta sé góð hug-
mynd,“ sagði Wedemeyer,
„reyndu að gera eitthvað úr
henni.“
Albee gerði fyrstu teikning-
una af farartæki, sem minnti
á selskinnsbelgjaflutningstæki
Eskimóanna. Belgirnir voru úr
þunnum, gúmmíblönduðum
nælondúk, sem var þjáll eins
og selskinn, en ekki teygjan-
legur. Hann sýndi flotamála-
ráðherranum teikninguna og
leizt honum vel á hana og kom
Albee í samband við ráðamenn
í ýmsum gúmmíverksmiðjum.
„Allt virtist ætla að ganga
eins og í sögu,“ segir Albee og
brosir íbygginn. En gúmmí-
verksmiðjurnar reyndust örð-
ugar viðfangs, sjö þeirra í röð
vísuðu málinu frá. Vikum sam-
an ferðaðist - Albee milli Was-
hington og gúmmíverksmiðj-
anna. Herinn og flotinn sýndi
áhuga á málinu, en vildu ekki
gera samninga nema gert yrði
ökutæki til reynslu.
Loks féllust Goodyear-verk-
smiðjurnar á að gera tvo til-
raunabelgi samkvæmt teikningu
Albees. Með þessa tvo belgi —
eða floton eins og hann kallaði
þá — hóf hann nú tilraunir sín-
ar. Það kom í Ijós, að hentugast
er að beita driforkunni þannig,
að hreyfillinn er látinn knýja
kefli eða valsa neðan á burðar-
plötunni og hvíla keflin á belgn-
um. Þegar keflin snúast, ýta þau
belgnum áfram líkt og þegar
drengur veltir gjörð. Með því
að láta allan þunga rolligonsins
hvíla á mjúkum belgjunum, er
hægt að losna við allar fjaðrir
og höggdeyfa, og verður þó
aksturinn mýkri en í nokkurri
bifreið.
Eftir að ýmsar gerðir höfðu
verið reyndar, pantaði flutn-
ingadeild hersins fjóra stóra
rolligona, sem sendir voru til
Grænlands. I samkeppni við
önnur ökutæki komu yfirburðir
^ þeirra skýrt í Ijós. Þar sem
flutningavagnar á hjólum og
beltum rifu upp snjóinn og
grófu sig í hann, runnu belgir
rolligonsins mjúkt og léttilega
yfir, sléttuðu alibrautina og
bættu færið.
Gerð rolligonsins hefur hing-
að til ekki verið miðuð við
hraðan akstur. Þó er hámarks-
hraði þeirra, 22 km, yfir veg-
leysur, vel viðunandi. Albee
telur sig geta aukið hraðann
með því að breyta nokkuð lög-
un belgjanna og með þannig
fyrirkomúlagi, að ekillinn geti
úr sæti sínu minnkað eða auk-
ið loftþrýstinginn í belgjunum
■—• haft belgina harða þegar
hann ekur á góðum vegi, en
lina þegar hann ekur um tor-
færur. Rolligonar Albees hafa