Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 17
Svipmyncl iir lífi ljúfmennis
og miidlmennis.
Kvöldið sem ég kynntist Einstein.
Grein úr „Reader’s Digest",
eftir Jerome Weidman.
'T'ITT SINN þegar ég var korn-
ungur, rétt að byrja að
sjá fyrir mér sjálfur, var ég
boðinn til kvöldveizlu hjá auð-
manni í New York sem kunnur
var fyrir mannúðarstarfsemi
sína. Eftir kvöldverðinn vísaði
húsmóðirin okkur inn í geysi-
stóra dagsstofu. Aðrir gestir
streymdu inn og fyrir augu mér
bar tvennt, sem mér var allt
annað en tilhlökkunarefni:
þjónar voru að raða litlum, gylt-
um stólum í langar, beinar rað-
ir, og upp við vegginn andspænis
stóðu ýmiskonar hljóðfæri. Ber-
sýnilegt var, að ég yrði hér
neyddur til að hlusta á stofu-
tónlist.
Ég segi „neyddur", því að
tónlist var mér lokuð bók. Ég
er næstum alveg laglaus. Ég
get með mestu erfiðleikum raul-
að einföldustu lög, og alvarleg
tónlist var í minum eyrum ekki
annað en óskiljanleg niðurskip-
un hávaða. Ég fór því eins að
og alltaf þegar ég komst í sams-
konar klípu: ég settist niður,
og þegar byrjað var að spila,
setti ég upp svip, sem ég vonaði
að bæri vott um gáfulegt mat
og viðurkenningu á tónlistinni,
lokaði eyrum mínum innan frá
og gaf hugsunum mínum laus-
an tauminn.
Eftir stundarkom varð ég
þess var að fólkið umhverfis mig
var tekið að klappa og taldi ég
mér þá óhætt að opna eyrun.
Allt í einu heyrði ég hógláta
en undarlega skýra rödd hægra
megin við mig.
„Yður þykir gaman að
Bach?“ spurði röddin.
Ég vissi álíka mikið um Bach
og ég veit um eðli kjarnorkunn-
ar. En ég þekkti eitt af kunn-
ustu andlitum heimsins, með
hvítan, ógreiddan hármakka
eins og geislabaug yfir sér, og
pípuna á milli tannanna. Ég sat
við hliðina á Albert Einstein.
„Wétt,“ sagði ég vandræða-
legur, svo hikaði ég. Ég hafði
verið spurður ópersónulegrar
kurteisisspurningar. Ég þurfti
ekki annað en svara henni af
jafnópersónulegri kurteisi. En
ég sá af svipnum í hinum ó-
venjulega skýru augum sessu-
nautar míns, að hann var ekki
aðeins að þjóna almennri kurt-
eisisskyldu með spurningu sinni.
Hvernig svo sem ég mat þátt
minn í þessari kurteisisathöfn,