Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 50

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 50
46 tJR VAL af völdum hjartasjúkdóma er þar þrefalt lœgri en í Bandaríkj- unum. Hér var þannig nægilegt verkefni til rannsókna. Með aðstoð ítalska heilbrigð- ismálaráðuneytisins rannsakaði dr. Keys 200 menn í Napoli. Það kom í ljós, að þessir menn, sem allir voru yfir fertugt, höfðu miklu minna kólesteról í blóðinu en þeir Ameríkumenn, sem dr. Keys hafði rannsakað. Þar næst komu rannsóknir á Englandi og Spáni. Þar reynd- ist einnig minná kólesteról í blóði þeirra sem rannsakaðir voru, og fjöldi sjukdómstilfella í kransæðum hjartans reyndust vera í réttu hlutfalli við fituna í fæðunni. Samtímis bárust fréttir frá Svíþjóð, sem studdu skoðanir dr. Keys. Dr. Malmros, yfir- læknir á sjúkrahúsi háskólans 1 Lundi, skýrði frá því, að tala hjartasjúklinga á heimsstyrj- aldarárunum síðari hefði fækk- að í beinu hlutfalli við minnkun fituskammtsins í löndum Skandinavíu. í Noregi, þar sem fituskammturinn var minnstur, fækkaði kransæðasjúklingum, mest. En í Svíþjóð, þar sem skömmtun dró lítið úr fitu- neyzlu þjóðarinnar, fækkaði kransæðasjúklingum lang- minnst. Tveir læknar í Johannesburg í Suðurafríku mældu kólesteról- magn í blóði nokkurra Afríku- kjmþátta. Bantúnegrar, sem fá aðeins 15% af hitaeiningum sínum úr fitu, höfðu Iítið kól- esterólmagn í blóði sínu. Við krufningu á 224 líkum karl- manna á aldrinum 50 til 70 ára fannst a'öeins eitt dauðsfall af völdum kransæðasjúkdóms. Loks bárust fréttir um þessi mál frá Japan. Japanir lifa mest á hrísgrjónum og fiskí og er mataræði þeirra fitu- snauðara en flestra annarra þjóða heims. Hvernig er ástatt um hjartasjúkdóma þar? Próf- essor Kimura, forstöðumaður læknadeildar Kyushuháskóla, rannsakaði 10.000 krufin hjörtu. Niðurstöður hans voru þær, að alvarleg sjúkdómstil- felli í kransæðum séu tífalt sjaldgæfari í Japan en í Banda- ríkjunum. A öðru alþjóðaþingi hjarta- sérfræðinga í fyrra gáfu allir þessir menn skýrslur um rann- sóknir sínar og niðurstöður þeirra. Þær þóttu svo athyglis- verðar, að kapp var lagt á, að þeim yrði haldið áfram. Síðan hafa borizt frekari upplýsing- ar frá Svíþjóð, Italíu, Sardíníu, Suðurafríku, Hollandi og Gua- temala. Allsstaðar var sama sagan: hópar manna voru rannsakaðir og ef fæða þeirra var fiturík brást ekki að mikið kólesteról var í blóði þeirra og kransæðasjúkdómar tíðir. Þrátt fyrir þessar athyglis- verðu vísbendingar má lesand- inn ekki álykta sem svo, að hann þurfi ekki annað en draga úr fituneyzlu sinni til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.