Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 50
46
tJR VAL
af völdum hjartasjúkdóma er
þar þrefalt lœgri en í Bandaríkj-
unum. Hér var þannig nægilegt
verkefni til rannsókna.
Með aðstoð ítalska heilbrigð-
ismálaráðuneytisins rannsakaði
dr. Keys 200 menn í Napoli.
Það kom í ljós, að þessir menn,
sem allir voru yfir fertugt,
höfðu miklu minna kólesteról í
blóðinu en þeir Ameríkumenn,
sem dr. Keys hafði rannsakað.
Þar næst komu rannsóknir á
Englandi og Spáni. Þar reynd-
ist einnig minná kólesteról í
blóði þeirra sem rannsakaðir
voru, og fjöldi sjukdómstilfella
í kransæðum hjartans reyndust
vera í réttu hlutfalli við fituna
í fæðunni.
Samtímis bárust fréttir frá
Svíþjóð, sem studdu skoðanir
dr. Keys. Dr. Malmros, yfir-
læknir á sjúkrahúsi háskólans
1 Lundi, skýrði frá því, að tala
hjartasjúklinga á heimsstyrj-
aldarárunum síðari hefði fækk-
að í beinu hlutfalli við minnkun
fituskammtsins í löndum
Skandinavíu. í Noregi, þar sem
fituskammturinn var minnstur,
fækkaði kransæðasjúklingum,
mest. En í Svíþjóð, þar sem
skömmtun dró lítið úr fitu-
neyzlu þjóðarinnar, fækkaði
kransæðasjúklingum lang-
minnst.
Tveir læknar í Johannesburg
í Suðurafríku mældu kólesteról-
magn í blóði nokkurra Afríku-
kjmþátta. Bantúnegrar, sem fá
aðeins 15% af hitaeiningum
sínum úr fitu, höfðu Iítið kól-
esterólmagn í blóði sínu. Við
krufningu á 224 líkum karl-
manna á aldrinum 50 til 70 ára
fannst a'öeins eitt dauðsfall af
völdum kransæðasjúkdóms.
Loks bárust fréttir um þessi
mál frá Japan. Japanir lifa
mest á hrísgrjónum og fiskí
og er mataræði þeirra fitu-
snauðara en flestra annarra
þjóða heims. Hvernig er ástatt
um hjartasjúkdóma þar? Próf-
essor Kimura, forstöðumaður
læknadeildar Kyushuháskóla,
rannsakaði 10.000 krufin
hjörtu. Niðurstöður hans voru
þær, að alvarleg sjúkdómstil-
felli í kransæðum séu tífalt
sjaldgæfari í Japan en í Banda-
ríkjunum.
A öðru alþjóðaþingi hjarta-
sérfræðinga í fyrra gáfu allir
þessir menn skýrslur um rann-
sóknir sínar og niðurstöður
þeirra. Þær þóttu svo athyglis-
verðar, að kapp var lagt á, að
þeim yrði haldið áfram. Síðan
hafa borizt frekari upplýsing-
ar frá Svíþjóð, Italíu, Sardíníu,
Suðurafríku, Hollandi og Gua-
temala. Allsstaðar var sama
sagan: hópar manna voru
rannsakaðir og ef fæða þeirra
var fiturík brást ekki að mikið
kólesteról var í blóði þeirra og
kransæðasjúkdómar tíðir.
Þrátt fyrir þessar athyglis-
verðu vísbendingar má lesand-
inn ekki álykta sem svo, að
hann þurfi ekki annað en draga
úr fituneyzlu sinni til þess að