Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 107
UPPREISN UM BORÐ
103
með því að veita mótspyrnu,
voru þeir að hrinda af stað al-
mennu blóðbaði.
Þaðvoru að minnstakostitveir
af eyjarskeggjum, sem sáu hvað
var í aðsigi. Það voru hjónin,
sem William Lay var í vinfengi
við. I stað þess að taka þátt
í árásinni, smugu þau gegnum
mannþyrpinguna, náðu í Lay og
drógu hann bókstaflega út úr
þvögunni.
Allt var komið í uppnám.
Hróp og blótsyrði hinna særðu
hvalveiðimanna yfirgnæfðu her-
óp eyjarskeggja. Þegar Lay leit
um öxl, sá hann félaga sína
hníga í valinn, hvern um annan
þveran, umkringda iðandi kös
blökkumannanna.
Þegar hjónin komu með Lay
til þorpsins, lokuðu þau hann
þegar inni í kofa sínum. Þar
hímdi hann og hlustaði á óhljóð-
in úti fyrir, þegar árásarmenn-
irnir komu sigurglaðir heim eft-
ir blóðbaðið á ströndinni. Lay
reyndi að skríða inn í myrkasta
skotið í klefanum og velti því
fyrir sér, hve lengi hann gæti
leynzt.
Hann þurfti ekki að bíða
lengi, því að von bráðar kom
gamli maðurinn inn í kofann
og leiddi Lay út. Lay bjóst við
öllu hinu versta. Hann sá hóp
eyjarskeggja stefna til kofans
og í miðjum hópnum var hvítur
maður. Þetta var Cyrus Hussey.
Vinur hans hafði bjargað hon-
um á svipaðan hátt og gömlu
hjónin höfðu bjargað Lay.
Enda þótt skipsfélagarnir
tveir væru farnir að skilja hrafl
í tungu eyjarskeggja, var há-
vaðinn svo mikill í kringum þá,
að þeir gátu ekki greint hvað
var á seiði. Allt í einu voru þeir
skildir að; Lay var aftur leidd-
ur inn í kofann, en Hussey var
búinn dvalarstaður í hinum enda
þorpsins; það var auðséð. að
eyjarskeggjar ætluðu ekki að
láta þá brugga nein launráð.
Lay og Hussey lágu báðir and-
vaka þessa nótt, hvor í sinurn
kofa. Fyrir hugskotssjónum sín-
æm sáu þeir blóðbaðið hryllilega,
sem þeir höfðu orðið vottar að
niðri á ströndinpi.
Þannig vildi það til, að tveir
ungir hvalveiðimenn frá Nýja
Englandi, þeir William Lay og
Cyrus Hussey, dvöldu hálft ann-
að ár meðal villimanna á Mili-
eyju á Kyrrahafi. Þeir gátu
aldrei gleymt hinum hryllilega
dauðdaga félaga sinna. Þeir
höfðu ávallt komið vel fram við
hina innbornu, og því var þeim
þyrmt. En þeim var ljóst, að
önnur siðalögmál giltu á þessari
eyju en í löndum hvítra manna,
og það var valt að treysta því,
að þakklæti eyjarskeggja myndi
vernda líf þeirra til langframa.
Það var ekki farið illa með
þá. Þetta var að mörgu leyti
skemmtilegt líf — þeir reikuðu
um eyna, fengu sér miðdegisdúr
í strákofunum, tíndu brauðald-
in og kókóshnetur, syntu í tæru
lóninu, stunduðu fiskveiðar eða