Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 56
■ímsar vísindalegar
nýjun.ga*r —
I stuttu máli.
Úr „Scientific American" og „Magasinet".
Drottningarhunang
býflugnanna lengir líí'ið.
Það hlýtur að vera kalt að
vera. rauðspretta, sagði háðfugl-
inn Storm P. — en það hlýtur
að vera miklu verra að vera
vinnudýr í býflugnabúi. Þessi
þrautiðnu skordýr strita þang-
að til vængir þeirra eru orðnir
svo slitnir og trosnaðir, að þau
geta ekki lengur flogið, og þeg-
ar svo er komið leggjast þau
f yrir og deyja. Karlflugurnar lif a
góðu lífi, en eiga þó á hættu
að vera stungnar til bana þeg-
ar þær hafa gert skyldu sína
við drottninguna. Drottningin
situr um kyrrt í búinu og gerir
ekkert annað en verpa eggjum.
Ekki annað?! Hún verpir því-
líkum ókjörum af eggjum, að
orkan sem í það fer, er áreið-
anlega ekki minni en sú sem
fer. í strit vinnudýranna. En
þrátt fyrir það lifir drottning-
in að minnsta kosti tíu sinnum
lengur en vinnudýrin. Hvernig
stendur á því ?
í Sviss og Frakklandi eru vís-
indamenn sem stendur að rann-
saka hver sé orsök þessa lang-
lífis býflugnadrottningarinnar.
Hafa menn þegar þótzt finna,
að samband sé milli þess og
þeirrar fæðu, sem drottningin
iifir á. Býflugurnar gera drottn-
ingu sinni sérstakan fóðursafa,
svonefnt drottningarhunang
eða gelée royále. Það eru ung-
ar býflugur, sem gefa frá sér
þennan safa, og þær geta að-
eins gefið hann frá sér á aldr-
inum 5—12 daga. Að það er
drottningarhunangið, sem ræð-
ur vexti og þroska drottningar-
innar, verður ljóst af því, að
hvaða býflugnalirfa sem er, get-
ur orðið drottning, ef hún fær
drottningarhunang á vissu ald-
ursskeiði.
Verið er nú að rannsaka
drottningarhunangið með nýj-
ustu aðferðum lífefnafræðinnar,
til þess að finna efni, er unnið
geti gegn elliáhrifum á líkam-
ann, með því m. a. að hindra
ellibreytingar á æðakerfi og
kirtlum. Telja vísindamennimir,
að með dýratilraunum hafi þeim
þegar tekizt að seinka elliferli
hjá sumum tilraunadýrum sín-
um með því að ala þau á drottn-
ingarhunangi, jafnframt því
sem mótstöðuafl þeirra gegn
sjúkdómum jókst að marki.
— Magasinet.