Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 96
UPPREISN UM BORÐ
4 LLT fram á tuttugustu öld
var uppreisn á sjó talin
hinn versti glæpur. Það var
sama hvert uppreisnarmaðurinn
flýði og hvemig hann reyndi að
leynast, hann var eltur linnu-
laust unz hann náðist. Skipa-
eigendur og ríkisstjómir sáu
fyrir því. Refsingar fyrir upp-
reisnir voru ákaflega harðar;
það var talið nauðsynlegt, til
að halda uppi aga á skipunum.
Algengasta refsingin var líflát.
Þó gátu hinar hrottalegustu
refsingar ekki komið í veg fyrir
uppreisnir. Svo hryllileg var að-
búð sjómannanna á hvalveiði-
skipunum og slíkir ofstopamenn
voru sumir þeirra, að uppreisnir
hlutu að brjótast út — að vísu
vom þær ekki tíðar, en þær
gerðu þó hinar áhættusömu
hvalveiðar enn hættulegri.
Það var fremur sjaldgæft að
uppreisn heppnaðist. Uppreisn-
armönnum tókst raunar oft að
ná skipi á vald sitt, en það var
enginn lokasigur. Með því að
taka þátt í uppreisn, sagði mað-
ur algerlega skilið við sitt fyrra
líf. Ef uppreisnarmaður sneri
heim, beið hans fangelsið eða
snaran; tækist honum að kom-
ast undan, varð hann að fara
huldu höfði það sem eftir var
ævinnar.
Það var einkum ein uppreisn
í ameríska hvalveiðiflotanum á
nítjándu öld, sem varð að þessu
leyti hörmulegt víti til vam-
aðar.
Samúel Comstock var einn
þeirrar nítjándu aldar Ameríku.
manna, sem virtust vera fæddir
hvalveiðimenn, enda undi hann
sér hvergi betur en við þann
starfa. Hann var orðinn full-
gildur sjómaður nítján ára gam.
all og mikill fyrir sér. Hann var
ágæt skytta, enda vissi hann
af því. Ekki var hann hár vexti,
en þrekinn og gjörvulegur, og
hafði töfrað margar konur með
brosi sínu. Hann var mikill skap-
ofsamaður. Vegna dugnaðar
síns og skaphörku var hann í
hættulegri aðstöðu — því ollu
óskrifuð lög, sem giltu á öllum
hvalveiðiskipum.
Yfirmenn hvalveiðiskipanna
bjuggu á afturþilfari og öll
skipstjórn var að sjálfsögðu í
þeirra höndum. Hásetaklefinn
var frammi á skipinu og var
hásetum bannað að koma aftur
á nema samkvæmt skipun. Mið-
skips var íbúð nokkurra skip-
verja, svo sem skyttanna, og var
Comstock í þeirra hópi. Þessir
menn voru í rauninni hvorki
yfirmenn né undirgefnir, en
höfðu það fram yfir cbreytta