Úrval - 01.12.1955, Side 16
12
tJRVAL
iiigar fóstureinkenna" á öpum
en mönnum ? Hafa nokkrar slík-
ar tilraunir verið gerðar? Ef
þær bæru árangur, myndu þau
afkvæmi þá ekki likjast mikið
mánninum?
J. R.: Það er rétt, að í krafti
fósturkenningarinnar hafa sum-
ir líffræðingar látið í ljós það
álit, að ef til vill væri hægt að
breyta mannapa til meiri lík-
ingar við mann með gjöf sér-
stakra efna — vaka — sem
seinkuðu líkamsþroska hans.
Devaux lét sér jafnvel til hug-
ar koma, að api sem geltur væri
nógu ungur kynni að geta öðlast
hæfileika til að tala! Að hinu
leytinu telur steingervingafræð-
ingurinn Franck Boui'dier senni-
legt, að ,,sá dagur muni koma
þegar við getum seinkað þroska
apa og mannapa, framlengt vits-
munaþroskaskeið þeirra og gert
þá að auðsveipum þrælum vilja
okkar.“ Ég fortek ekki, að við
munum einhverntíma með vís-
indalegum aðferðum geta lyft
mannöpunum upp fyrir það stig
sem þeir eru á nú, en ég er
sannfærður um, að við munum
aldrei geta gert úr þeim menn,
ekki einu sinni frummenn. Eng-
in „framlenging fósturein-
kenna“ mun nokkurn tíma geta
framkallað í heila mannapa þá
róttæku myndbreytingu, sem er
frumskilyrði allra mennskra
eiginleika.
HJÁ SÁLKÖNNUÐ.
Sálkönnunin er af sumum talin næsta vafasöm vísindi og' er
tiðum skotspónn skrítluhöfunda. Hér fara á eftir þrjár slíkar
skrítlur, sannar eða uppdiktaðar og skiptir raunar ekki máli
hvort heldur er. — Kona, sem var illa farin á taugum, var talin
á að fara til geðlæknis. 1 fyrsta viðtali gaf hann henni lista yfir
það sem hún átti að gera eða láta ógert — eftir að hann hafði
rakið úr henni garnirnar með nærgöngulum spurningum — og
sagði henni að koma aftur eftir viku. Konan kom ekki á tilsettum
tima og lækniiinn hringdi í hana og spurði hversvegna hún hefði
ekki komið.
„En þér sögðuð mér, að ég skyldi forðast allt fólk, sem færi í
taugarnar á mér,“ sagði hún, „og það verð ég að segja yður, að
enginn maður hefui' farið eins í taugarnar á mér og þér.“
Kunningjar manns nokkurs komu með hann til geðlæknis og
sögðu lækninum, að maðurinn væri haldinn þeirri meinloku, að
hann ætti von á að verða vellauðugur. Hann biði stöðugt eftir
tveim bréfum, sem tjáðu honum, að hann væri orðinn eigandi að
g-úmmíplantekru á Súmatra og nokkrum námum í Suður-Afríku.
„Þetta var mjög erfitt tilfelli og ég lagði mig allan fram,“ sagði
geðlæknirinn við einn starfsbróður sinn. „En þegar ég var loks
búinn að lækna manninn — komu bannsett bréfin!“
Geðlæknir rakst á einn sjúkling sinn í veitingahúsi. Þetta var
kona, og var maður í fylgd með henni. „Sælir, læknir," sagði
hún, „má ég kynna yður manninn minn — hann er einn af mönn-
unum, sem ég hef verið að segja yður frá.“