Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 51
ER MATARÆÐI MEÐVIRK ORSÖK HJARTASJÚKDÓMA ?
47
tryggja sig gegn því að fá
kransæðasjúkdóm. Fleira kem-
ur hér til sögunnar. Margt ann-
að þarfnast rannsóknar en
mataræðið eitt til þess að svör
fáist við ýmsum mikilvægum
spurningum sem enn er ósvar-
að.
Reglubundin líkamleg á-
reynsla getur verið mikilvæg.
Bandaríkjamenn hafa minni
líkamlega áreynslu en flestar
aðrar þjóðir. Og hvað um mis-
mun einstaklinga, svo sem kyn-
ferði og arfgengi ? Hvað um
óreglu á efnamyndun í líkam-
anum, sem getur valdið því að
kólesteról safnast í kransæðar
án tillits til mataræðis? Víst
er að menn geta fesngið krans-
æðastíflu þó að þeir hafi eðli-
lega þyngd og eðlilegt kóle-
sterólmagn í blóðinu.
Þáttum eins og arfgengi,
aldri, kynferði eða líkamsbygg-
ingu verður ekki breytt, en
mataræðinu er hœgt að breyta.
Þó eru sérfræðingar á einu
máli um það, að ekki sé hollt
eða ráðlegt að bannfæra alla
fitu í fæðunni. Hæfileg fita er
nauðsynleg fæðutegund. En
margir sérfræðingar eru þeirr-
ar skoðunar, að það mundi
verða hollt fyrir þjóðina að
draga úr fituneyzlu sinni. Það
getur tæpast orðið neinum til
tjóns og gæti orðið til þess að
draga úr hjartasjúkdómum.
Mundi nokkur bíða tjón á
heilsu sinni við það að venja
sig á að borða soðið kjöt, glóð-
að eða steikt í sjálfs sín feiti í
ofni, í stað þess að borða kjöt
steikt í feiti ? Matur sem
steiktur er í feiti drekkur í sig
furðulega mikla feiti.
Væri nokkur skaði að skera
burt alla sjáanlega fitu af
kjöti sem við borðum og draga
úr neyzlu okkar á feitum
salötum og kökum soðnum í
feiti ?
Við hefðum áreiðanlega gott
af því að borða meira af mögr-
um osti og minna af feitum.
Magur ostur er auðugur af
eggjahvítuefnum og auk þess
ódýrari. Flest sjávarfang er
fiturýrt. Svo er t. d. um þorsk
og ýsu. Ekki er heldur hægt að
leggja allt kjöt að jöfnu. Til
þess að fá 35 grömm af eggja-
hvítuefnum úr svínapylsum
verðum við að innbyrða 1320
fituhitaeiningar; sama eggja-
hvítuefnamagn má fá úr
dilkakjöti með aðeins 730 fitu-
hitaeiningum. Úr kálfslifur,
sem næringarsérfræðingar telja
kostafæðu, má fá 35 grömm af
eggjahvítuefnum með aðeins
104 fituhitaeiningum.
Allt eru þetta góð ráð til
þess að megrast og ef til vill
einnig til þess að draga úr hætt-
unni af kólesteról. Jafnframt
eru vísindamennirnir vongóðir
um, að með tímanum muni þeir
geta aflað sér nákvæmari
þekkingar á þeim þætti sem fit-
an á í kransæðasjúkdómum,
sem og öðrum orsökum þessa
skæða vágests.