Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 14

Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 14
10 ÚRVAL J. R.: Við vitum það ekki, en víst er, að aparnir eru ekki mállausir vegna þess að þá skorti líkamleg skilyrði til þess að geta framleitt hljóð er hafi merkingu. Það er öllu frekar heili apans en barkakýlið sem vamar honum máls. Skortir hann einhvern undirstöðu hæfi- leika til þess að mynda hug- tök, glíma við tákn? Það er eng- an veginn víst, því að hægt er að kenna sumum sjimpönsum að nota plötur — á sama hátt og við notum skildinga — til að kaupa fyrir ávexti. Þau svæði í heilanum sem tengd eru mál- inu — þau eru í vinstri heila- helming á rétthendum mönnum — taka yfir þriðjung af þeim heilahelming. Og þar er einmitt að finna talsverðan mun í byggingu og myndun á öpum og mönnum. Sá munur hlýtur að hafa myndast, ekki allt í einu, heldur smám saman, stig af stigi, á þann hátt sem við getum ekki gert okkur ljósa grein fyrir. En hversu mikil sem þessi breyting í byggingu heilans kann að hafa verið, og hversu erfitt sem það kann að vera að skýra slíka breytingu, er hún Iíffræðing-um sízt örðugri eða torráðnari gáta en þær breytingar sem orðið hafa á öðr- um líffærum líkamans. Það vek- ur ekki meiri undrun hjá líf- fræðingum að sjá taugakerfi þróast og verða margbreyti- legra, heldur en að sjá þróun og myndbreytingu annarra líffæra- kerfa líkamans — svo sem melt- ingarfæra, öndunarfæra eða æðakerfis. Frá mínu sjónarmiði er breyt- ingin úr apa í mann ekki eins mikið undrunarefni og fyrri þróunarbreytingar. Að apar skuli hafa þróast upp í menn — því er, þegar á allt er litið, ekki svo erfitt að trúa, en að eðlur skuli hafa verið forfeður spendýra, að hi’yggdýrin skuli vera komin af einfrumungum og einfrumungarnir af vírum —- það er vissulega meira undrun- arefni. Og sé furðuleg þróunin úr einni dýrategund í aðra, einni lífveru í aðra, þá er enn furðu- legri tilkoma hinnar fyrstu líf- veru, tilurð sjálfs lífsins. Mér virðist satt að segja, að vanda- málin verði því stórkostlegri sem við lítum lengra aftur í tímann. Blóðpróf. P. B.: Er náinn blóðskyld- leiki milli þeirra mannapa sem nú lifa og mannsins — ég á við, er mannsblóð og apablóð svipað að gerð? Og hefur þess- konar skyldleiki eitthvert gildi fyrir læknisfræðina? J. R. Að sumu leyti er blóð mannsins og mannapanna mjög svipað. Dr. Troisier og aðrir á eftir honum hafa sýnt, að blóð úr sjimpansa er að skaðlausu hægt að gefa manni — að sjálf- sögðu að því tilskyldu að báðir séu af sama blóðflokki, því að mannapar hafa blóðflokka, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.