Úrval - 01.12.1955, Page 98

Úrval - 01.12.1955, Page 98
94 ÚRVAL skipið var komið á miðin nálægt Japan. Worth skipstjóri lét kvartanirnar sem vind um eyr- un þjóta. Honum hefur senni- lega gramizt, að fyrirliði sjó- mannanna var ekki óbreyttur háseti heldur skyttan Samúel Comstock. Worth hlýtur að hafa gert sér ljóst, að illt myndi hljót- ast af þessum manni áður en ferðin væri á enda. 'M Globe var á siglingu til eyja- klasa nokkurs skammt frá mið- baug, þegar John Lumbard, ann- ar stýrimaður, kallaði morgun einn niður í hásetaklefann og skipaði mönnum að koma strax upp á þilfar. Einn hásetanna hét Jósep Tómas, geðillur letingi, sem hafði þann sið að sitja eins lengi og mögulegt varyfir morg- unmatnum. Þennan morgun lét hann stýrimanninn og skipstjór- ann bíða eftir sér í einar tvær mínútur, áður en hann drattað- ist upp á eftir hinum. „Tómas, þú skalt verða lú- barinn, ef þú flýtir þér ekki meira þegar kallað verður á þig næst,“ sagði Worth skipstjóri í höstugum róm. Tómas snerist á hæli. „Það verður þér dýrkeypt," svaraði hann með þjósti. Þetta reið baggamuninn. Jós- ep Tómas var gripinn, rifinn úr skyrtunni og bundinn við reið- ann. Vfirmennirnir skipuðu öll- um hásetum að koma upp á þil- far til þess að þeir væru við- staddir þegar refsingin væri lögð á sökudólginn. Worth skipstjóri leit yfir hóp- inn. „Sumir ykkar,“ sagði hann, „hafa að undanförnu sýnt ó- hlýðni og þrjózku, — ekki sízt Tómas. Nú fáið þið að sjá hvað það kostar að sýna þrjózku og óhlýðni um borð í þessu skipi. Fimmtán högg, Lumbard." Derringurinn var fljótur að fara af Jósepi Tómas. Það var búið að hengja hann upp á þum- alfingrunum og hann gat með naumindum tyllt tánum á vagg- andi þilfarið. Þegar hnútasvipan skall á beru baki hans, rak hann upp óp. Bakið varð fyrst eld- rautt, en síðan flakandi í sárum, og hásetinn æpti og bölsótaðist undan höggunum eins og óður maður. Samúel Comstock stóð meðal hásetanna, heyrði tautið í þeim og sá hve svipþungir þeir voru. Hann vissi, að nú var örlaga- stundin runnin upp. Á hvalveiðiskipum á stærð við Glcbe var það venja, að báts- foimenn og áhafnir þeirra stæðu vörð á næturnar. Þetta kvöld var í engu breytt út af þeirri venju. Þegar vaktaskipti urðu, skömmu fyrir miðnættið, kom Samúel Comstock því með áhöfn sína upp á þilfar. Einn af mönnum Comstocks var Georg bróðir hans. Hann átti að standa við stýrið. Hann hafði, eins og flestir af áhöfn- inni, engan grun um það, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.