Úrval - 01.12.1955, Side 30
26
ÚRVAL
Á síðastliðnu ári hafa verið
að koma í verzlanir sumarkjól-
ar og sumarföt, síðbuxur
kvenna, regnkápur, jakkar og
jafnvel sundföt með viðfestu
merki, er gefur til kynna, að
efnið hafi verið vætt í silicon,
og hrindi af þeim sökum frá
sér vatni og taki ekki bletti.
Aðrir eiginleikar vefnaðarins
breytast ekki, og það er hægt
að siliconvæta ull eigi síður en
nælon, dacron og önnur gervi-
efni — og þolir siliconið allt
að tuttugu þvotta eða hreins-
anir, ef rétt er að farið. Svip-
að silicon var notað til að gera
vatnsheld stígvél fjallgöngu-
mannanna í Everstleiðangri
Hunts ofursta.
Að baki þessara óvenjulega
margbreytilegu og fjölhæfu
efnasambanda er starf ensks
prófessors, dr. Fredericks S.
Kipping, sem dó árið 1949, hálf-
níræður. Kipping var mikils-
metinn vísindamaður og vann í
fjörutíu ár að rannsóknum og
tilraunum með siliconefnasam-
bönd.
Upjústöðuefnið í tilraunum
hans var frumefnið silisíum
(sem finnst í súrefnissambönd-
um í sandi) og voru tilraunirnar
í því fólgnar, að búa til ýmis-
konar kol-silisíum efnasambönd.
Sum þessara efnasambanda
reyndust lofttegundir, önnur
fljótandi og nokkur föst efni,
en mörg voru það sem hann
kallaði ,,glerkenntmauk“, „gúm-
kvoðukennd efni“ eða ,,límsull“,
sem óhreinkuðu og stífluðu tæki
hans.
Það er nú vitað, að efnasam-
bönd þessi eru langar keðjur
silisíum- og súrefnisatóma og
við þær tengdir ýmiskonar kol-
efnisatómhópar, eins og greinar
á tré. Þau voru fyrirrennarar
þeirra silicona, sem nú eru mest
notuð, en Kipping gerði sér litla
grein fyrir þeim hagnýtu mögu-
leikum, sem í þeim fólust.
En meðan hinn aldni vísinda-
maður var enn að glíma við
,,glermaukið“ sitt, hófu tveir
hópar amerískra efnafræðinga
tilraunir með þessi efni Kip-
pings og lögðu með þeim grund-
völl að nýjum, stórkostlegum
efnaiðnaði. Annar hópurinn
vann hjá Corning glerverk-
smiðjunum í New York að því
að búa til gler er væri þjálla
og ekki eins stökkt og áður
þekktist. Upp úr þessum til-
raunum varð glerullar- (fiber-
glas) dúkurinn til. „Glerullin
ætti að geta orðið hið ákjósan-
legasta efni til rafmagnsein-
angrunar," sagði einn af for-
stjórum Corning við dr. Frank-
lin Hayde, sem staðið hafði
fyrir tilraununum.
Endurbót á einangrun raf-
leiðslna var fyrir löngu orðin
brýn nauðsyn. Lítil breyting
hafði orðið á rafeinangrun þau
hundrað ár sem liðin voru síð-
an fyrsti rafmagnsmótorinn vai'
byggður. Aðalefnin voru enn
dúkur, gljákvoða og pappír.
Þessi einangrunarefni þoldu illa