Bókatíðindi - 01.12.1999, Page 2
'Oa/?t(r/t,'iö//{ oty^ íy/c/íi/t •
GLOTT í GOLUKALDANN
fytAu^aoen(fau enc/unntinnin^un
LÍFSGLEÐI
,Lífsgleði" bækurnar hafa hlotið fastan sess á íslenskum bókamarkaði
og verið í flokki söluhæstu ævisagna. hau sem segja frá í þessari
nýju bók eru: Séra Árni Pálsson fyrrverandi sóknarprestur, Herdís
Egilsdóttir kennari og rithöfundur, Margrét Hróbjartsdóttir
geðhjúkrunarfræðingur og kristniboði, Rúrik Haraldsson leikari
og Ævar Jóhannesson, sem meðal annars er þekktur fyrir hið
áhrifaríka „lúpínuseyði". Kærkomin bók fyrir alla sem unna
góðum endurminningabókum.
Ovlcuja&cuju A/uvnuAonu
HULDA
Hákon Aðalsteinsson er löngu kunnur sem einn okkar besti hagyrð-
ingur og sagnamaður. í þessari nýju bók nýtur sín vel frásagnargáfa
hans og góðlátleg glettni. Hann bregður upp eftirminnilegum
myndum, t.d. af jarðarför þar sem allirfengu sér í staupinu. Hákoni
er hugleikið að segja frá kynlegum kvistum og spaugilegum atvikum
og yrkja hnyttnar vísur um atburði líðandi stundar. Þetta er skemmtileg
bók, sem kemur öllum til að brosa í kampinn og Glotta í golukaldann.
Hulda Valdimarsdóttir Ritchie bjó yfir ótrúlegri þrautseigju og kjarki. Á
stríðsárunum giftist hún skoskum sjóliða, Samuel Ritchie, og var brúð-
kaup þeirra ekki átakalaust. Fjölskylda þeirra slapp naumlega lífs af
þegar heimilið var rústað í loftárás í Bretlandi. Hulda starfaði í banda-
ríska sendiráðinu á þriðja áratug. Hún kynntist þar og átti samskipti
við fjölda fólks m.a. forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Þetta er
örlagasaga konu sem þurfti að takast á við mikla erfiðleika í lífinu,
en missti aldrei kjarkinn.
HORPUUTGAFAN Stekkjarholti 8 - 10 • 300 Akranes • Sími: 431 2860 • www.horpuutgatan.is
ODDI