Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 42
íslensk skáldverk
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Bragi Halldórsson og
Knútur S, Hafsteinsson
völdu þrettán Islend-
ingaþætti sem koma út í
kiljuröðinni Sígildar sög-
ur og skrifuðu ítarlegan
inngang að þeim. Með
hverjum þætti eru orð-
skýringar, ættartölur og
kort.
222 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1921-6
Leiðb.verð: 1.599 kr.
KULAR AF DEGI
Kristín Marja
Baldursdóttir
Þessi frumlega og sterka
saga fjallar um efni sem
við fyrstu sýn virðist
hversdagslegt, ævintýri
einhleyprar kennslu-
konu. Þegar múgsefjun
og agaleysi mætir henni
í skólanum þar sem hún
kennir neyðist hún til
þess að grípa til sinna
ráða sem sannarlega reyn-
ast eftirminnileg. Kristín
Marja vakti mikla athygli
fyrir skáldsögu sína
Mávahlátur, en leikgerð
hennar var sett upp í
Borgarleikhúsinu á síð-
asta leikári.
136 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1971-2
Leiðb.verð: 3.680 kr.
Laufey
LAUFEY
Elísabet Jökulsdóttir
Þessi stutta en áhrifa-
mikla skáldsaga segir frá
stúlkunni Laufeyju og
skuggalegum áformum
manns að nafni Þ. varð-
andi hana. Elísabet Jök-
ulsdóttir hefur á liðnum
árum vakið athygli fyrir
ljóð sín og örsögur sem
miðla nöprum veruleika
í meitluðum og nístandi
myndum. Hér sýnir hún
á sér nýstárlega hlið í fal-
legri, átakanlegri og gríp-
andi sögu þar sem börn
og fullorðnir ganga ansi
langt til að bjarga lífi sínu.
120 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1983-6
Leiðb.verð: 3.480 kr.
LÍN17R
LÍNUR
Smásögur
Páll Hersteinsson
I bókinni eru tíu leik-
andi, léttar, spennandi
og skemmtilegar smásög-
ur eftir Pál Hersteinsson.
Stíll höfundar, glettnin
og óvænt framvinda sagn-
anna gera það að verkum
að lesandinn þarf að
beita sig hörðu til að
leggja bókina frá sér.
Þetta er fyrsta smá-
sagnasafn höfundar en
hann sló rækilega í gegn
með bók sinni Agga Gagg
fyrir tveim árum.
152 blaðsíður.
Ritverk
ISBN 9979-9433-2-7
Leiðb.verð: 3.490 kr.
LJÚLÍ LJÚLÍ
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Guðrún Eva sendi í fyrra
frá sér smásagnasafnið
Þegar hann horfir á mig
[ er ég María mey og fékk
afar hlýjar viðtökur.
Þessi fyrsta skáldsaga
Guðrúnar Evu er djarf-
lega skrifuð og fjallar um
unga menntaskólastúlku
sem býr ásamt pabba
sínum og fjórum vinum
hans. Þessi litla fjöl-
skylda er samheldin og
innileg þar til unga
stúlkan og einn af vinum
j föðursins hefja flókið og
tilfinningarþrungið ást-
, arsamband. Þessi saga á
eftir að sitja lengi í hug-
um lesenda.
230 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-57-1
Leiðb.verð: 3.380 kr.
mannvEÍöi
handhóhm
ft*k HjiAarton
MANNVEIÐIHAND-
BÓKIN
ísak Harðarson
Eilífur Eilífsson reynir
að ráða tungumál hafsins
á meðan Ysafold dóttir
hans flytur í bæinn og
fær vinnu í Rínglunni,
1 risavöxnum gylltum
pýramída þar sem borg-
arbúar neyta og njóta. En
I þótt Rínglan sé björt þá
vofir yfir einhver undar-
leg illska. Þótt ádeilan sé
beitt og alvaran djúp í
þessu frumlega verki
tekst ísak að gæða Mann-
veiðihandbókina þeirri
40