Bókatíðindi - 01.12.1999, Page 74
Þýdd skáldverk
segja hvert öðru sögur
sem lýsa einstæðu lífs-
íjöri og hispursleysi, enda
var verkið löngum litið
hornauga af kaþólsku
kirkjunni fyrir bersögli.
Ódauðlegar sögur um
lífsgleði, ástir, munúð og
ævintýri.
726 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1938-0
Leiðb.verð: 4.980 kr.
TVÆR KONUR
Harry Mulisch
Þýðing: Ingi Karl
Jóhannesson
Tvær konur er áhrifa-
mikil skáldsaga um vegi
ástarinnar; hvernig ástin
getur gagntekið fólk og
umbreytt því. Og þegar
blekkingarnar ná yfir-
höndinni er hægara sagt
en gert að hafa stjórn á
rás atburðanna. Þetta er
snjöll saga, rituð af ein-
um kunnasta rithöfundi
Hollands, Harry Mu-
lisch. Áður hefur komið
út eftir hann á íslensku
skáldsagan Tilræðið.
175 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1324-8
Leiðb.verð: 3.880 kr.
TÖNN FYRIR TÖNN
Agatha Christie
Þýðing: Ragnar
Jónasson
Hercule Poirot óttast fátt
- en hann óttast tann-
lækna. Hann er þess vegna
frelsinu feginn þegar
hann kemur út af tann-
læknastofu Morleys. En
skömmu síðar fær hann
þær fréttir að tannlækn-
irinn hafi stytt sér aldur.
Poirot grunar hins vegar
að ekki sé allt með felldu
enda á málið eftir að
flækjast og fleiri falla í
valinn.
173 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-456-9
Leiðb.verð: 3.480 kr.
UPPVÖXTUR
LITLA TRÉS
Forrest Carter
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Litla tré er kynblending-
ur af ættum Séróka-
indíána sem leitar skjóls
í fjallakofa afa síns og
ömmu þegar hann stend-
ur uppi munaðarlaus,
fimm ára gamall. Sagan
um Litla tré fór hægt af
stað út í heiminn en vin-
sældir hennar hafa auk-
ist svo á tveimur áratug-
um að nú er hún seld í
gífurlegu upplagi á ótal
tungumálum um víða
veröld. Heillandi þroska-
saga.
224 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1782-5
Leiðb.verð: 1.399 kr.
VITA BREVIS
Jostein Gaarder
Þýðing: Aðalheiður
Steingrímsdóttir og
Þröstur Ásmundsson
í þessari áhrifarniklu
sögu um átök ástarinnar
og hugmyndanna segir
frá því hvernig heilagur
Ágústínus svíkur ástkonu
sína og son þeirra fyrir
hugmyndir sínar um Guð.
Höfundur íjallar um heim-
speki við lok fornaldar
og trúarviðhorf Ágúst-
ínusar eins og þau birt-
ast í frægustu játninga-
bók heims, Játningum
Agústínusar.
91 blaðsíða.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1838-4
Leiðb.verð: 1.990 kr.
'H
o
I
s
VÖRNIN
Vladimir Nabokov
Þýðing: lllugi Jökulsson
Hér segir frá glímu
manns við eigin snilld
og tilraunum heittelsk-
andi eiginkonu hans til
að bjarga honum frá glöt-
un. „Lýsingar Nabokovs
á ferðalagi Lúsjín inn í
geðveikina eru snilldar-
lega skrifaðar og loka-
kaflinn er magnaður. 111-
ugi Jökulsson þýddi þessa
stórgóðu bók af mikilli
prýði.“ (Kolbrún Berg-
þórsdóttir, Degi 26.6.99).
207 blaðsíður.
Ormstunga
ISBN 9979-63-020-5
Leiðb.verð: 2.400 kr.
Bókayiskemman
Stillholt 18 - 300 Akranes
Sími 431 2840
72