Úrval - 01.03.1970, Side 9

Úrval - 01.03.1970, Side 9
EXPO ’70 — HEIMSSÝNING í JAPAN 7 knúin, til þess að þau megi verða eðlilegri. Eftir tveim greinum Lífstrésins fara gestir yfir á þaksýningarsvæð- ið. En þar verða til sýnis heimili og borgir framtíðarinnar, myndir, sem lýsa andstæðunum stríði og friði, og geimferðasvæði, sem er þannig útbúið, að gestina grípur sú kennd, að þeir svífi um Vetrarbrautina. Síðan munu gestir fara í hreyfi- stiganum niður í öryggi Móður- turnsins. Undir þaki Táknasvæðis- ins er Hátíðarsvæðið, þar sem hald- ið verður upp á hina ýmsu þjóð- hátíðardaga og haldnar ýmsar sér- stakar sýningar. Búizt er við ofboðslegu mannhafi á sýningu þessa eða allt að 420.000 manns daglega, þegar aðsóknin verður sem mest. Á tveim risabíla- stæðum verður rúm fyrir 21.500 bíla. Á sýningunni verða fáanlegar 3000 myndavélar til útlána. Þegar rignir, verða fyrir hendi 10.000 regnhlífar endurgjaldslaust. Búizt er við, að á ósköp venjulegum sunnudegi verði 210 börn viðskila við foreldra sína. Foreldrar og börn munu fá fjölskyldunúmer við inn- ganginn til þess að gera leitina að foreldrunum auðveldari. Eftirlits- bifreiðir munu flytia týnd börn til móttökustöðvar, og þar verður dekrað við þau, en á meðan munu fjölskyldunúmer barnanna verða sýnd á risavöxnum, raflýstum til- ky nningarsp j öldum. F.BÐI OG HÚSNÆÐI Hægt er að hýsa 82.000 gesti í japönskum gistihúsum í Osaka og víðs vegar kringum sýningarsvæð- ið, þ. e. á svæði, sem er innan klukkustundaraksturs frá sýningar- svæðinu. En samt eru aðeins til um 18.000 rúm í hinni vestrænu merk- ingu orðsins í gistihúsum þeim, sem rekin eru að Vesturlandasið. Um 350 fjölskyldur á Osakasvæðinu hafa samþykkt að opna heimili sín fyrir erlendum gestum, og talar einhver meðlimur í hverri fjöl- skyldu eitthvert erlent tungumál. Gestir þessir munu borga 7 dollara á dag fyrir herbergi og morgun- verð. * En fjölmargir heimssýningargest- ir munu ekki dvelja á Osakasvæð- inu, heldur í sjálfri Tokyo. Ríkis- járnbrautirnar eru því að auka og bæta þjónustu þá, sem boðið er upp á í hinum frægu Hikarikúlu- lestum þeirra, sem þjóta þessar 320 mílur milli Tokyo og Osaka á rúm- um 3 tímum. Á mestu annatímun- um munu 9 lestir (sem taka sam- tals 25.200 farþega) þjóta samtím- is hvora leið milli þessara tveggja stórborga. RISABLÓM Sýningarskálarnir á heimssýn- ingunni eru geysilega fjölbreyttir, allt frá skálum Frakklands, en þeir eru eins og sápukúlur í laginu, til skála Búlgaríu, en hann líkist píramída. Veggir kanadíska skálans, sem hafa 45 gráðu halla, eru klædd- ir speglum að utan. Ástralski skál- * Fyrirspurnir um gistirými ætti að senda til Visitors Department (Gestadeildar), 1970 World Exposi- tion (Heimssýningunni 1970), Osaka, Japan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.