Úrval - 01.03.1970, Page 16

Úrval - 01.03.1970, Page 16
14 ÚRVAL Quonset Point í Rhode Islandsfylki á vegum flotans á fyrstu mánuðum síðari heimsstyrialdarinnar. Þeir urðu síðan nánir vinir í Washing- ton á árunum fyrir 1950. Nixon var þá ungur þingmaður og var að vinna að rannsókn hins furðulega Alger Hissmáls, en Whittaker Chambers, sem áður hafði verið kommúnisti, hafði ásakað hann um að hafa afhent Rússum leyniskjöl frá bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Hinn tilvonandi forseti bað Rogers um að lesa vitnisburð Cham- bers, en Rogers var þá lögfræðing- ur og aðalráðgjafi rannsóknarnefnd- ar öldungadeildarþingsins. Rogers gerði það og sagði Nixon, að hon- um fyndist vitnisburður Chambers líta út fyrir að geta verið sannur, og hvatti hann ti! þess að halda rannsókninni áfram. Nixon gerði það, og Hiss var að lokum dæmdur í fangelsi fyrir meinsæri. Upp frá því var ráða Rogers iðu- lega leitað, þegar um erfið vanda- mál var að ræða. Þegar Eisenhower forseti fékk fyrsta hjartaslag sitt árið 1955, þá kom það í hlut Nix- ons sem varaforseta að halda öllu stjórnarbákninu í horfinu, þannig að allt gæti gengið sinn eðlilega gang. En hann varð samt að forð- ast að láta það líta þannig út sem hann væri að draga völd forseta- embættisins í sínar hendur. Nixon varð því að leysa fram úr erfiðu vandamáli án tafar. Þá tók hann það til bragðs, að hann fór í heim- sókn til Rogers, sem bjó í Bethesda í Marylandfylki rétt fyrir utan Washington, en Rogers var þá að- stoðardómsmálaráðherra. Þar leit- aði hann ráða hjá sínum gamla vini sem svo oft áður fyrr, ræddi vanda- mál þetta við hann og hugsaði vand- lega um allar hliðar þess allt til morguns. í bók sinni „Sex sinnum í vanda“, segir Nixon, að hann hafi alveg ósjálfrátt „snúið sér til Bills Rog- ers“, er vanda bar að höndum. Hann segir enn fremur: „Hann hafði sannað, að hann var rólyndur mað- ur, sem var í fuilu jafnvægi, þótt mikill vandi steðiaði að. Hann hafði sannað, að hann bjó yfir ágætri dómgreind og að hann var sá, sem mér var óhætt að opna hjarta mitt fyrir.“ HERFERÐ GEGN GLÆPASTARF- SEMI Nýi utanríkisráðherrann fæddist þ. 23. júní árið 1913 í bænum Nor- folk í New Yorkfylki. En faðir hans var þar gjaldlreri hjá pappírsmyllu. Móðir Bills dó, er hann var 13 ára að aldri. Og þegar faðir hans gift- ist aftur tveim árum síðar, fluttist Bill til afa síns og ömmu, sem bjuggu í Canton þar í nágrenninu. Árið 1930 útskrifaðist hann úr menntaskóla og hlaut hæstu ein- kunn. Síðan hóf hann nám við Col- gateháskólann með 400 dollara námsstyrk, en vann fyrir sér sem ljósmyndari á sumrin. Síðar stund- aði hann laganám við lagadeild Cornellháskóla Og þar giftist hann skólasystur sinni, Adele Langston að nafni. (Þau eiga eina dóttur og þrjá syni, og er sá yngsti laganemi við Yaleháskólann). Árið 1937 var skapmikill ungur lögfræðingur, Thomas E. Dewey að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.