Úrval - 01.03.1970, Side 32

Úrval - 01.03.1970, Side 32
30 ÚRVAL samband sín á milli, en höfðu þrátt fyrir það geysilegan áhuga á verk- um hvor annars. Þegar Turgenev heyrði, að Tolstoy hefði selt Kat- kov Kósakkanna til að greiða spila- skuld, skrifaði hann: „Ég bið til guðs, að hér eftir neyðist hann til að snúa sér aftur að hinu raunverulega verkefni sínu“. Turgenev hafði ætíð lagt ríkt á við föður minn, að. hann helgaði sig ritstörfunum að fullu og öllu, en hafði hins vegar hina mestu skömm á trúarlegum og heimspeki- legum heilabrotum hans og áhuga hans á landbúnaðarstörfum. Eftir hina miklu breytingu, sem varð á föður mínum 1877, lá fjand- skapurinn við Turgenev þungt á hjarta honum og loks skrifaði hann honum svohljóðandi bréf: „Eftir að hafa endurskoðað til- finningar mínar í þinn garð, hef ég skyndilega komizt að raun um, mér til mikillar undrunar og á- nægju, að ég ber ekki hina minnstu óvild til þín lengur. Ég vona í guðs nafni að líkt sé ástatt um þig. Þar sem ég veit, hversu vel gerð- ur maður þú ert, er ég næstum viss um, að óvild þín hefur jafn- vel horfið fyrr en mín. Ef þessu er þannig varið, má ég þá ekki rétta þér sáttarhönd, og ég bið þig um leið að fyrirgefa mér allt það, sem ég kann að hafa gert á hlut þinn. Það er ofur eðlilegt, að mér sé efst í huga góðvild þín einvörðungu, því að hún kom svo skýrlega í ljós í samskiptum þínum við mig. Ég minnist þess, að ég á frægð mína þér að þakka og ég minnist þess einnig, að einu sinni geðjaðist þér vel, bæði að verkum mínum og mér sjálfum. Ef til vill geymir þú einn- ig þess háttar minningar um mig, því að sú var tíðin, að mér þótti einlæglega vænt um þig. Ef þú fyrirgefur mér, mun ég af fyllstu auðmýkt láta þér í té alla þá vináttu, sem ég er fær um. Á okkar aldri er mesta blessunin góð vinátta milli fólks, og það mundi gleðja mig innilega, ef slíkt gæti átt sér stað okkar í milli“. Turgenev skrifaði frá París nokkru síðar: „Ég var að fá bréf þitt, en það barst mér með seinni skipunum. Það hafði djúp áhrif á mig. Það varð mér í sannleika sagt mikið fagnað- arefni. Það mundi gleðja mig mjög að mega endurreisa vináttu okkar og taka í þá hönd, sem þú réttir mér til sátta. Þú hefur á réttu að standa. Ég ber enga óvild í brjósti til þín. Hafi ég einhvern tíma gert það, er langt síðan hún hvarf. Eftir er aðeins minningin um mann, sem ég var bundinn traustum böndum og rithöfund, sem ég varð fyrstur til að taka opnum örmum. Ég gleðst innilega yfir því, að misskilning- urinn okkar á milli er nú úr sög- unni. Ég býst við að koma til Orel- héraðs í sumar og þá hittumst við áreiðanlega. Ég sendi þér mínar beztu kveðjur og tek enn einu sinni í hönd þína.“ í ágúst 1878 var Turgenev stadd- ur í Moskvu og skrifaði Tolstoy: „Ég á erindi til Tula og ég hef mikinn hug á að hitta þig. Þar að auki er ég með skilaboð til þín.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.