Úrval - 01.03.1970, Page 42

Úrval - 01.03.1970, Page 42
40 ÚRVAL strangtrúar maður og mátti sjálfur ekki fara inn, því gengu konur um blæjulausar. Mér var leyft að fara inn í þeim tilgangi að skoða mig um. Þetta var mjög venjulegt, þriggja hæða hús eins og þau þarna tíðk- ast. Húsið var byggt í kringum op- inn garð, og inn að honum sneru svalir á öllum hæðum. Konurnar voru á sveimi í garðinum og svöl- unum önnum kafnar við ýmiss kon- ar störf. Nokkrar þeirra voru roskn- ar en aðrar kornungar. Ekki sá ég neitt til hins sameiginlega húsbónda þeirra. Ekki virtust konurnar á neinn hátt vera undrandi á heimsókn minni. Sennilega hafði leiðsögumað- ur minn samning við húsið og fór þangað með gesti, en konurnar fengu svo hluta leiðsagnargjaldsins. Húsið var mjög hreint og snyrtilegt, og veggir voru margir sveipaðir fögrum voðum. Sennilega er erfitt að finna nokk- urn stað þar sem munur auðs og fátæktar er iafn mikill og jafn áber- andi og hér. f fátækrahverfunum býr fólk við aumasta vesaldóm, sem bugsazt getur. en niðri við strönd- ina eru glæstar einbýlishallir þar sem forríkir sheikar búa, með 2— 3 eiginkonum í aftursætinu. Ekki veit ég hvort þetta hefur breytzt síðan ég var í Marokkó síð- ast, en þar hefur ýmislegt verið að ske nú undanfarið. Vel má vera að vestur-evrópsk áhrif hafi haft þarna einhver áhrif í jöfnunarátt, því í þá átt stefnir þróun mála í veröld- inni óneitanlega. Þótt svo eitthvað af rómantíkinni kunni þá að hverfa, ber að fagna bví, ef hér hefur ein- hver breyting orðið á. Hinir fátæku Arabar eru ekki alltof ginkeyptir fyrir nýjungar frekar en ýmsir aðr- ir og hætt er við að þróunin verði hæg, að minnsta kosti fyrst í stað. Að sumu leyti er þetta eins og að koma skyndilega aftur í aldir. Mað- ur sér skikkjuklædda menn ganga um götur og nokkur fótmál á eftir þeim eru eiginkonur þeirra ævin- lega með blæjur fyrir andliti. Hér sér maður síðskeggjaða öldunga, blinda betlara, krypplinga og fjöld- ann allan af smábörnum, sem næst- um öll eru skítug. Ef til vill eiga einhverjar af litlu telpunum eftir að enda ævi sína í ,,lokuðu borg- inni“, ef þá verður ekki búið að rífa niður múrrnn sem umlykur hana, þegar þær komast á legg. (Þýtt og endursagt). Þegar geimfararnir á Appollo 11. lentu á Kyrrahafinu, varð gaman- leikaranum Bob Hop að orði: „Við skildum meira en 1.250.000 doll- ara virði af tækjum og útbúnaði eftir á tunglinu. Þarna er rikis- stjórninni okkar rétt lýst! Það býr enginn þarna uppi, og samt erum við strax farnir að veita þeim erlenda efnahagsaðstoð." Army Archerd,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.