Úrval - 01.03.1970, Side 52

Úrval - 01.03.1970, Side 52
50 ÚRVAL um, leystu af hendi mikið og gott leitar og björgunarstarf. ÓTAL MERKI Þann 19. desember hafði storm- inn lægt nægilega mikið til þess, að hægt var að byrja að varpa nið- ur matvælum og fóðri. Sérhver þyrla bar 30 sekki í hverri ferð. f hverjum sekk voru um 60 pund af þurrmjólk, mjöli, feiti, osti, hnetu- smjöri, niðursoðnu kjöti, rúsínum, hrísgrjónum, korni, baunum og haframjöli. Oft lækkaði flugmaður- inn flugið allt niður í 25 fet, þegar hann flaug yfir kofa, þar sem myndaður hafði verið öskuhringur í snjóinn. Þegar hann hafði varpað niður birgðunum og var tekinn að hækka flugið aftur, hafði öll fjöl- skyldan oft safnazt saman úti fyrir kofanum. Og fjölskyldumeðlimirnir veifuðu til flugmanna af öllum lífs og sálar kröftum. „Ég mun aldrei gleyma svipnum á andlitum þessa stolta fólks,“ sagði Lupenski. Einni þyrlunni var flogið til.kofa eins, sem var 20 mílur frá verzlun- arstaðnum Inscription House. Þang- að átti að sækja Navajokonuna Amy Nez, sem hafði þegar fengið fœðingarhríðir. Þegar björgunar- mennirnir komu inn í kofann, sáu þeir, að Amy lá þar í rúmgarmi, gerðum úr mottum og gœruskinn- um. Og hún var nýbúin að ála tví- bura, en gömul móðir hennar hafði tekið á móti strákunum. Lœknir- inn, sem var með í hópn björgunar- manna, horfði á það með aðdáun, er gamla konan dró mjóan ullar- lagð úr munni sér. Hún hafði bleytt hann í munni sér, vegna þess að hún vildi, að hnútarnir á naflastrengn- um yrðu eins fastir og unnt væri. Síðar var flogið með móðurina og tvíburana til sjúkrahúss í Chinle í Arizona. 16 flugvélar af gerðinni C-119, sem kölluð. er „Fljúgandi járn- brautarvagninn“ hófu nú fóður- flutninga frá Lukeherflugvelli í Arizona. Hver flugvél flutti 9.000 pund af heyi, og var pokunum kastað niður nálægt hestum, naut- um, kindum og geitum, sem voru í nauðum stödd víðs vegar á svæð- inu. í 11 daga samfleytt flugu þyrl- urnar frá dögun til myrkurs um þvert og endilangt svæðið, allt frá hamraborgunum í vesturhluta Nýju Mexíkó til himingnæfandi veggja Miklugjár í leit að neyðarmerkjum í snjónum. Jóladagurinn rann upp, heiður og bjartur. Flugmönnunum, sem sátu þarna inniluktir í „plastbúrunum“ sínum, fannst sem þeir væru að fljúga yfir risavaxið jólakort. Drif- hvítt landið blasti við þeim, skreytt grænum grenitrjám á stöku stað, sem Svignuðu undan snjóþungan- um. Og hér og þar risu fjöll og hamraborgir upp af hásléttunni. Þeim fannst sem allt landið glóði af endurskini speglanna, sem Navajo- arnir héldu hátt á lofti til þess að vekj.a athygli flugmannanna á sér. Á einu svæði voru speglarnir svo margir, að flugmennirnir kölluðu það „Glampabraut'. Og flugmenn- irnir komu færandi hendi sem ósviknir jólasveinar og köstuðu nið- ur matarpokum, hvar sem slík neyðarmerki voru gefin. Því svalt enginn á verndarsvæðinu þann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.