Úrval - 01.03.1970, Page 76

Úrval - 01.03.1970, Page 76
74 ÚRVAL anna að aukast. Þau höfðu fests á sínum rétta stað. Og svo lokuðust vængjahurðirnar fyrir neðan þau, og nú ríkti algert myrkur þarna inni. Þarna var ég, 17 ára strákl- ingur, aðeins 126 pund á þyngd og 5 fet og 4 þumlungar á hæð. Og hjólin höfðu troðið þessum grann- vaxna líkama inn á milli enda- lausrar flækju af alls konar leiðsl- um og tsekjum alveg upp við loft geymslunnar. Ég gat ekki hreyft mig nægilega mikið til þess að binda mig við neitt, svo að ég smeygði kaðlinum bara utan um rör, sem var þarna rétt hjá mér. Svo opnuðust vængjahurðirnar skyndilega aftur, áður en mér hafði gefizt tækifæri til að kasta mæð- inni. Og hjólin sigu aftur niður í lendingarstöðu sína. Eg hélt mér dauðahaldi, því að nú sveif ég þarna yfir hyldýpinu. ÍEg velti því fyrir mér, hvort einhver hefði komið auga á mig, þegar ég skauzt inn í hjólgeymsluna, og hvort það væri nú verið að snúa flugvélinni við, svo að það væri hægt að afhenda mig lögreglu Castros. Þegar hjólin fóru að færast upp á við aftur, hafði ég þegar komið auga á svolítið viðbótarrými innan um allar leiðslurnar og útbúnað- inn. Og ég áleit, að mér mundi óhætt að troða mér inn í þennan afkima. Nú vissi ég, að það var í raun og veru nægilegt rými fyrir mig í hjólgeymslunni, jafnvel þótt ég gæti varla dregið andann þar. Eftir nokkrar mínútur snerti ég annan hjólbarðann og fann, að hann hafði kólnað. Eg gleypti nokkrar aspirintöflur til þess að deyfa áhrif hins ægilega hávaða. Og nú fór ég að óska þess, að ég hefði klæðzt hlýrri flíkum en þunnu sportskyrt- unni minni og grænu gallabuxun- um. Flugmanninum, Valentín Vara del Rey höfuðsmanni, 44 ára gömlum, sem sat í stjórnklefa þotunnar í flugi númer 904, fannst nú allt vera með eðlilegum hætti. Það var um næturflug að ræða, og átti það að taka átta stundir og 20 mínútur. Flugtak hafði verið eðlilegt. Flug- vélin hófst eðlilega á loft á 170 mílna hraða með sína 147 farþega auk 10 manna áhafnar. En þó hafði dálítið óvenjulegt gerzt strax eftir flugtak. Eitt af rauðu ljósunum þrem á mælaborðinu hafði ekki slokknað og hafði þannig gefið til kynna, að annað hjólið drægist ekki inn í hjólgeymsluna á eðlileg- an hátt. „Áttu í einhverjum erfiðleik- um?“ spurði flugeftirlitsmaðurinn í flugturninum. „Já,“ svaraði Vara del Rey. „Ljós gefur til kynna, að hægra hjólið hefur ekki fallið í fastar skorður í hjólgeymslunni. Eg ætla að endur- taka lokunina.“ Flugmaðurinn setti því hjólin út úr geymslunum að nýju og dró þau svo aftur inn. Og í þetta skipti slokknaði þetta rauða ljós einnig. Hann áleit, að hér væri ekki um neitt alvarlegt að ræða, heldur minni háttar ónákvæmni, sem hefði lagazt af sjálfu sér. Og því ein- beitti hann nú allri athygli sinni að því að hækka flugið upp í þá flughæð, sem flugvélinni hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.