Úrval - 01.03.1970, Side 86
Bóndakona hafði
eignazt dóttux, og
þriggja ára sonur
hennar var í sjö-
unda himni yfir
systurinni. Nokkr-
um dögum síðar
var hann þó ekkert
glaður yfir tilkomu
hennar. Og kvöld eitt, þegar
mamma var að baða litla krílið,
fór hann allt í einu að hágráta. —
Mamma, hvers vegna ertu svona
vond að fara að selja systu litlu,
þegar hún er orðin nógu bung?
— Hvað ertu að segja, drengur?
Hvers vegna í ósköpunum datt þér
þetta í hug?
Stráksi stappaði fótum niður í
gólfið og sagði:
— Ég veit, að þú ætlar að selja
systu litlu, af því að þú ert alltaf
að vigta hana.
— o —
Þótt sunnudagurinn sé helgur
dagur, hafa margir afdrifaríkir at-
burðir gerzt einmitt þann dag. Hér
skulu nokkur dæmi nefnd því til
sönnunar:
• Sunnudaginn 14. apríl 1912
fórst „Titanic“, sem þó var stærsta
ÚRVAL
skip heimsins eftir að hafa rekizt
á hafísjaka á Atlantshafi.
• Sunnudaginn 28. júní 1914
var tekinn höndum morðinginn,
sem myrti Ferdinad erkihertoga af
Sarajevo, en það tilræði kom af
stað fyrri heimstyrjöldinni.
• Á pálmasunnudag 1916 hófst
írska uppreisnin, en brezkar her-
sveitir voru sendar til að bæla hana
niður.
• Sunnudaginn 9. nóvember
1918 lagði Vilhjálmur Þýzkalands-
keisari niður völd og flýði til Hol-
lands.
• Sunnudaginn 5. október 1920
fórst brezka risaloftskipið R 101 í
Frakklandi. Fjörutíu og átta menn
létu lífið í slysinu.
• Sunnudaginn 17. febrúar
1934 hrapaði Albert Belgíukonung-
ur í fjallgöngu og lét lífið
• Sunnudaginn 18. júlí 1936
brauzt út spænska borgarastyrjöld-
in, sem stóð yfir í þrjú ár.
• Sunnudaginn 3. september
1939 var Bretland lýst í stríði við
Þýzkaland.
Og þannig mætti halda áfram
allt fram á okkar daga. Dæmin
sanna, að örlögin taka sér engan
veginn frá á sjálfan hvíldardaginn.
REGLUBOÐINN hélt þrumandi
ræðu gegn notkun tóbaks og sagði
meðal annars:
— Notkun tóbaksins fylgir oftast
brennivín og gjálífiskvenfólk.
— Hvar get ég náð í þessa teg-
und af tóbaki, kallaði þá einn
áheyrenda fram í.
(Víkingur).