Úrval - 01.03.1970, Page 104

Úrval - 01.03.1970, Page 104
102 ÚRVAL LOÐHUNDURINN LITLI Poppo var að segja mér frá fyrri ævi sinni í dag, og þá tilkynnti hann mér allt í einu, að hann hefði verið meðlimur óaldarflokks nokk- urs í Suður-Brooklyn. Flokkurinn var kallaður „Sjálfsmorðingjarnir“. „Eg var einn lítill strákur í flokknum. Hinir voru allir stórir strákar, Joe . . . sumir eins og stór- ir menn. Þegar þeir láta menn ganga í félagið, þá gera þeir svona,“ sagði hann og sló mig roknahögg fyrir bringspalirnar. „Sko . . . til þess að gá . . . hvort þú nógu harð- ur karl?“ „Og varst þú nógu harður karl?“ „Auðvitað . . . en ég bara gráta svolítið, þegar þeir gera það.“ Sem meðlimur flokksins sagðist hann hafa hjálpað þeim í bardög- um gegn Mau-Mau-flokknum, en það stóð stöðug styrjöld milli þess- ara flokka. „Eru Sjálfsmorðingjarnir allir af Puerto Rico-ættum . . . og Mau- Mau-strákarnir allir Negrar?" „Alveg rétt hjá þér.“ Það voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir, síðan hann hafði verið flækt- ur í þessi ósköp. Eg veit um hatrið, sem þróazt hefur milli ýmissa íbúð- arhverfa Puerto Rico-manna og Negra í New Yorkborg. og því hryllti mig næstum við þessum upp- lýsingum. Maria hefur tvívegis komið í heimsókn, síðan Poppo fluttist hing- að, Julio og núverandi kona hans hafa komið einu sir.ni og þau Carm- en og Francisco fjórum sinnum. Og í kvöld minnti Poppo Dottie á, að hann mætti hafa rúm í leikherberg- inu sínu. „Það vera gott fá það fljótt," sagði hann. „Þá Carmen geta vera hér alla nóttina, þegar hún koma heimsækja mig.“ Síðar um kvöldið sagði Dottie við mig áhyggjufull í bragði: „Hann heldur, að hann hafi fundið aðferð til þess að eiga tvær fjölksyldur, Joe.“ Hún hafði rétt fyrir sér. Við get- um ekki einnig ættleitt fjölskyldu Poppos, og við viljum ekki heldur gerast foreldrar hans að hálfu leyti. En Dottie gerir sér ekki grein fyrir einu, enda ekki haft eins mikið sam- an við þau Julio og Maríu að sælda. Hún veit ekki, að þau vilja ganga að hverju sem er, ef við tökum Poppo að okkur. Þau gera engar kröfur. Þau búa ekki yfir neinum lymskulegum ráðagerðum. Eg finn það. Þau hafa aðeins auðsýnt okk- ur þakklæti og ástúðlega hlýju. En aðalatriðið í öllu þessu eru tilfinningarnar og hugmyndirnar, sem þeytast um í kollinum á hring- iðunni litlu, sem gengur undir nafn- inu Poppo. I dag fór Poppc að verzla með Dottie. Hann stanzaði í leikfanga- deild verzlunarinnar og starði á litla loðhunda uppi á hillu. Dottie minntist þess, að hann var vanur að sofa hjá öðrum börnum, og hún hefur haft orð á því, að líklega þyrfti hann að hafa eitthvert skemmtilegt leikfang, sem hann gæti sofnað með í fanginu. Hún sneri sér því beint að honum og spurði hann: „Hvaða hund eigum við að taka?“ Poppo varð hissa og glaður og benti á þann bláa. Mér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.