Úrval - 01.03.1970, Side 119

Úrval - 01.03.1970, Side 119
MESTI HLAUPAGARPUR HEIMS 117 mílna vegalengd á 26 stundum án þess að taka sér svefnhlé. „Maður byrjar að dotta svolítið á hlaupun- um svona um klukkan 3 til 4 að nóttu,“ sagði hann við blaðamenn- ina, sem ætluðu ekki að vilja trúa þessu, „en maður hristir þennan svefndrunga bara af sér. Maður getur lokað augunum og haldið áfram að hlaupa með lokuð augun.“ Árið 1962 hljóp hann 168% mílu á 42% klukkustund án nokkurs svefns. Reyndar hvíldi hann sig tvær klukkustundir á leiðinni. Leið hans lá þá yfir hæstu hásléttu Tas- maniu. Það rigndi sífellt á uppleið- inni og snjóaði á hæsta hluta leið- arinnar. „líg gleymi því aldrei, þegar ég hljóp upp þetta fjall," segir Emmerton. „Mig verkjaði í alla vöðva og bein. Mennirnir, sem fylgdu mér í tveim bílum, sögðu, að þetta væri of erfitt og það væri ráðlegast fyrir mig að gefast upp.“ Ári síðar hljóp hann 158 mílna vegalengd og svo jafnlanga vega- lengd í næsta mánuði þar á eftir. Öðru hlaupinu lauk hann á 36 stundum. Leið hans lá þá yfir Well- ingtonfjall á Tasmaníueyju, en það gengur undir nafninu Dauðafjallið. Þar höfðu tveir menn dáið úr kulda í maraþonhlaupi. Skömmu síðar lagði Emmerton af stað til Englands. Hann stanzaði í Singa- pore á leiðinni. Þar hitti hann Normu Arkles, laglega hjúkrunar- konu frá Kanada. Hún starfaði við kennslu í Malaysiu en var í leyfi í Singapore. Hjónaleysin virtust ekki eiga vel saman fljótt á litið. Hún var heimagangur í kennslustofum menntaskóla, en eyðilegur þjóðveg- urinn var hans vettvangur. Hún var sem heimamaður í leikhúsum og hljómleikahöllum, en hann var vanari búningsherbergjum íþrótta- leikvanganna. Emmerton fór nú á hljómleika með Normu í fyrsta skipti á ævinni, og Norma byrjaði að skokka honum til samlætis. „Eg hélt, að hann væri alls ekki með öllum mjalla,“ játaði hún síðar. „En svo fór ég að fá mikinn áhuga á því, sem hann var að aðhafast. Hann áleit, að það væri skylda hvers manns að viðhalda hreysti sinni og þreki, og ég dáðist að þeirri hugsjón hans.“ Hjónabandið hafði undursamleg áhrif á Bill. Nú nægðu honum ekki lengur 100 mílna hlaup, þótt þau hefðu eitt sinn verið hin mestu þrekvirki fyrir hann. Fimmtán mánuðum eftir brúðkaupið greiddi ölgerð ein honum 250 dollara fyrir að hlaupa 500 mílna vegalengd þvert yfir áströlsku eyðimörkina i 37.7 stiga hita á Celsius. Á hlaupa- bol hans gat að líta þessa auglýs- ingu stórum stöfum: COOPERS- BJÓR VEITIR ÞREK. Sex mánuð- um síðar var hann ráðinn af Al- þjóðlega Ullarráðinu til þess að hlaupa eftir endilöngum Bretlands- eyjum, 952 mílna vegalengd, allt frá John o'Groate nyrzt í Skotlandi suður til Landsenda yzt á Corn- wallskaga. Og auðvitað varð hann að klæðast stuttbuxum úr ull. Hlaupið tók 18 daga og 10% klukkustund. Og Emmerton viður- kennir, að hann hafi þá oftar en einu sinni verið nær dauða en lífi. Þegar svo illa var komið fyrir honum, hugsaði hann stundum með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.