Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 7

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 7
krunkaði glaðlega, átti það vart að bregðast að kindur fyndust í ferðinni. Meðan sjóróðrar voru stundaðir hér í Mýrdal, var ekki svo lítið mark tekið á því, hvernig hrafninn hagaði sér og þóttu afla- brögð mjög fara eftir því. Væri ekki komið fram að sjó, fyrr en bjart var orðið og hrafn sæti í fjörunni, án þess að um fisk- eða sílisreka væri að ræða, vissi það á afla þann daginn og því meiri, scm hann hagaði sér matarlegar, t.d. ef hann hoppaði og krunkaði glaðlega, var von á góðum afla. Þá þótti heimafólki það góðs viti, ef hrafn kom að morgni fljúgandi úr þeirri átt, sem heimilismaður stundaði útræði, og settist krunkandi á eða nálægt þeim stað á túninu, þar sem vant var að slægja fiskinn. Þótti þá ekki bregðast, að fiskur kæmi þangað að kveldi. Ekki er þetta tæmandi upptalning á þætti hrafnsins í þjóð- trúnni, en verður vegna takmarkaðs rúms að nægja. Vert er að geta þess, að ekki þótti gæfumerki að áreita hrafninn að ástæðu- lausu, og til voru þær húsmæður, sem töldu sig fá það vel borgað, sem þær gáfu honum, enda vel þckkt máltækið, „Guð borgar fyrir hrafninn“. En ekki var hrafninn eini fuglinn, sem þjóð- trúin hafði helgað sér, ekki hvað sízt í sambandi við veðurspá. Skulu nú taldir helztu spáfuglar aðrir. Spóinn var merkur spáfugl. Eftir að sláttur hófst, var það óræk spá um allt að vikurosa, ef spóar komu að kveldi dags og spókuðu sig heima á túnum, sem búið var að hirða. En væru þeir horfnir úr valllendinu einhvern morguninn og sæjust þar ekki allan daginn, mátti vonast eftir þurrki strax næsta dag. Þó var mcira vert um spádómsgáfu þeirra á vorin, því að ef spóinn langvelldi, þ. e. gaf frá sér langa, samfellda runu af hljóðum, var vorbatinn kominn fyrir alvöru. Um það var þessi klausa: „Þegar spóinn vellir graut, þá eru úti vorhörkur og vetrarþraut." Tjaldurinn var allgóður spáfugl. Ef hann blístraði mikið að morgni dags í björtu veðri, mátti búast við skúr, áður en sá dagur væri liðinn. Vænlegra var, ef hann tók upp á því að vera með háreysti undir háttumálin. Var þá von á þurrki daginn eftir. Heiðlóan vissi líka á hverju var von. Ef hún í björtu veðri safnaðist fyrri hluta dags að vatni og tók að baða sig, vissi það Goðasteinn 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.