Goðasteinn - 01.03.1968, Side 13

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 13
Annar Arnardangur er á sandinum suður af Hjörleifshöfða. Um það örnefni þarf ekki að deila, því að ég hef góðar heim- ildir fyrir að stofn nafngiftarinnar sé fugl en ekki maður. Sá drangur er mér vitanlega síðasti varpstaður arnarins í Mýrdal. Þar sem fáir munu nú kunna sögu þá, er segir frá endalokum hans, þykir mér hlýða að fara hér með hana eins og Kjartan Leifur Markússon frá Hjörleifshöfða sagði mér hana og hafði eftir föður sínum merkum, Markúsi Loftssyni. Þegar Loftur afi Kjartans bjó í Hjörleifshöfða, hafði örn orp- ið uppi á drangnum í allmörg ár og sambýli þeirra gengið skrykkjalaust. Svo bar það við á þeim árum, er synir Lofts voru að verða fulltíða menn, að vor eitt var óvenju kalt og jafn- framt kom enginn matarreki á fjörur, en slíkan afla höfðu arn- arhjónin oft notfært sér. Tók þá örninn upp á því, þegar unginn var kominn úr egginu, að drepa lömb og færa afkvæmi sínu. Þetta þótti þeim Höfðafeðgum heldur þungar búsifjar, sem von var. Kom þeim bræðrum þá saman um að klifra upp á drang- inn og drepa ungann eða ungana, ef fleiri væru. Fóru þeir tveir upp og gekk það vel. En um leið og þeir tóku ungann, réðst annar örninn á þá og áttu þeir fullt í fangi með að verja sig meiðslum og notuðu til þess barefli, sem þeir höfðu haft með sér. Ekki ætluðu þeir að vinna gamla erninum mein, en eftir að þeir höfðu drepið ungann, herti hann að þeim sóknina og lauk þeirri orrustu svo, að hann vængbrotnaði og féll niður á sand. Úr því sem komið var, þótti þeim bræðrum sjálfsagt að stytta honum aldur, svo að þá var ekki eftir, nema annar full- orðni örninn. Hann hélt sig á sömu slóðum nokkurn tíma, en hvarf svo og sást ekki aftur. Þessi varð endir á arnarvarpi í Mýrdal að svo miklu leyti sem mér er kunnugt. Ég hef getið hér nokkurra örnefna, sem að hluta til eru við fugla kennd. Ekki er það tæmandi upptalning, en frekar sem sýnishorn af því, sem finnanlegt er á því sviði hér í Mýrdal. NÝIR LANDNEMAR f FUGLARÍKI MÝRDALSINS Síðari árin hafa allmargar nýjar tegundir bætzt við fuglafánu Goðasteinn ii

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.