Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 24

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 24
spurði hann enn. „Segðu Villa,“ bað hann, „skeð getur, að hann geti hjálpað þér.“ Ég grúfði höfði að öxl hans, mér var orðið illt í höfðinu og fyrir brjóstinu, ekkinn var svo sár. En ég sagði ekk- ert, fór þó að hugsa um það, að oft hefði Villi hjálpað mér, já, mjög oft, víst gat það verið, að hann gæti það nú, þó fannst mér það ekki líklegt. En nú stamaði ég í hálfum hljóðum: „Þetta var taflan mín.“ „Taflan þín? Áttir þú töfluna, sem ég sagaði af?“ spurði Villi undrandi. „Já, ég átti hana - með allri eign.“ Og nú gaus grátur- inn upp aftur. Villi lyfti höfði mínu: „Getur þetta verið?“ „Já, víst átti ég hana, pabbi gaf mér hana.“ Þá lagði Villi mig ljúft að tryggu brjósti sínu. „Það var þá svona,“ sagði hann lágt, eins og við sjálfan sig, „þú áttir hana.“ Og nú opnuðust dyrnar og pabbi kom inn. „Hvað er að sjá þetta?“ varð honum að orði. „Ásta átti þá töfluna,“ sagði Villi. „Það vissi ég ekki, þú hafðir gefið henni hana.“ „Er hún að skæla út af töflunni?" spurði pabbi. „Vitleysa er í þér,“ bætti hann við, „sjáðu töfluna, þú getur reikn- að á hana eftir sem áður.“ Ég þagði, datt ekki í hug að líta upp, það vantaði nú ekki annað. „Líttu upp, Adda mín, sjáðu, nú hangir taflan á sínum stað,“ sagði pabbi. Nei, ég gat ekki litið upp, gat ekki sætzt við pabba. Það varð nokkur þögn, en þá sagði Villi, og ég heyrði að það var nokkur þungi í hverju orði, en hann talaði hægt: „Þetta hefðum við ekki átt að gera, Stefán.“ Pabbi gekk út að glugga, en sagði ekkert. Villi hélt áfram: „Alls ekki, úr því Ásta átti töfluna, áttum við að spyrja hana leyfis, hvort við mættum saga af henni.“ Enn þagði pabbi, og Villi hélt áfram: „Þetta er mjög athyglisvert. Okkur eldra fólkinu hættir um of til að álíta börn hafa minni rétt til eigna sinna en okkur, sem eldri erum, jafnvel tökum frá þeim það, sem við höfum áður gefið þeim. Slíkt er óhæfa.“ Pabbi sagði ekkert, stóð þarna fram við gluggann og hlustaði á Villa. „Börn eru næm fyrir því góða,“ hélt Villi áfram, „einnig hinu illa, og rangindi þola þau síður en við hin eldri. Börnin eru lítið reynd í skóla lífsins, þeirra hugur er heiður, og á meðan svo er, ætla þau okkur, sem eldri erum, einungis gott.“ Nú varð þögn, en svo gekk 'pabbi út, án þess að andmæla Villa. Pabbii kaus að 22 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.