Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 30

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 30
árið 1468, liðlega sjötugur, og þá voru prentsmiðjur komnar á fót í nokkrum þýzkum og ítölskum borgum. Prentlistin breiddist ótrúlega fljótt út. Til Italíu náði hún 1465, til Sviss 1468, Frakklands 1470, Hollands 1473, Spánar 1474, Eng- lands 1477, Danmerkur 1482 og Svíþjóðar 1483. Hingað til lands náði prentlistin ótrúiega snemma miðað við allar aðstæður. Var það eingöngu að þakka framtaki og dugnaði Jóns biskups Arason- ar. Talið er að hann hafi fengið prentsmiðju sína frá Þýzkalandi og flutt hana til Hóla 1530. Með prentsmiðjunni fékk Jón hingað til lands sænskan prentara, er hét Jón Matthíasson og síðar varð prestur hér á landi. Fátt er kunnugt um bækur þær, sem Jón biskup lét prenta. Hafa það að öllum líkindum verið messubækur, tíðabækur og fleira af skyldu tagi. Ef til vill hefur bænakverið Brevarium Holensis verið fyrsta bók, sem prentuð var hér á landi. Ekkert eintak er til af þess- ari latnesku bænabók og raunar ekkert eftir af henni, nema e.t.v. tvö blöð, scm varðveitt eru í sænsku konungsbókhlöðunni í Stokk- hólmi. Þá er og talið að Jón biskup hafi látið þýða og gefið út guð- spjöllin fjögur og ef til vill eitthvað fleira. En ekkert er til, sem vitnað gæti um þessa starfsemi hins ágæta Hólabiskups. Honum gafst heldur ekki langur tími til að sinna bókmenntum og prentun á Hólum, því að fljótlega dró á loft ófriðarblikur siðskiptanna. Frumkvöðlar hins nýja siðar hér á landi vildu gjarna koma guðs orði á móðurmálinu á framfæri við landa sína. En ekki gátu þeir leitað til Jóns biskups á Hólum um prentun eins og allt var í pottinn búið. Þess vegna var það, að Oddur Gottskálksson lét prenta þýðingu sína á Nýja testamentinu í Hróarskeldu árið 1540. Sá maður, sem raunverulega ruddi prentlistinni braut hér á landi var Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup 1571-1627. Hann lét endurbæta hina gömlu prentsmiðju Jóns Arasonar og hefja að nýju prentun á Hólum. Gerðist hann hinn mesti afreksmaður á þessum vettvangi sem öðrum, og er talið, að hann hafi alls látið prenta á Hólum um 90 bækur. Meðal fyrstu bókanna var Biblían, sem kom út árið 1584. Var þetta fyrsta útgáfa heilagrar ritningar á íslenzku máli, og markaði þessi viðburður tímamót í íslenzkri bókargerð svo sem á mörgum öðrum sviðum. 28 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.