Goðasteinn - 01.03.1968, Side 31

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 31
Stefán Jónsson í Hlíð: Kynlegur kvistur á gömlum og góðum stofni í ungdæmi mínu heyrði ég talað um mann, sem í flestum störfum og háttum var svo gcrólíkur samtíðarmönnum sínum, að almennt umtal vakti. Gcngu því af honum ýmsar sögur manna á milli. Flest- ar eru þær orpnar gleymsku, enda 85 ár liðin frá láti hans. Ekki hef ég nú annað handbært af sögnum um þennan sér- kennilega mann, en það, sem geymt er í minni mínu, en tel þó rétt að færa þær í letur, því þær lýsa manninum allgreinilega. Maður þessi var Stefán Jónsson, sem flest búskaparár sín bjó að Hvammi í Lóni. Faðir Stefáns var séra Jón Einarsson, sem var sonur séra Ein- ars Árnasonar prests á Sauðanesi og konu hans, Margrétar Lárus- dóttur Scheving klausturhaldara. Kona séra Jóns og móðir Stefáns var Margrét Guðmundsdóttir litara, Sæmundssonar, Þórðarsonar prests á Staðastað, Jónssonar biskups á Hólum. Þau giftust 1809. Séra Jón fluttist að Hálsi við Hamarsfjörð 1809 og fékk það kall, sem hann þjónaði til 1812. Þar fæddist Stefán. Á Hálsi bún- Goðasteum 29

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.