Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 32

Goðasteinn - 01.03.1968, Síða 32
aðist séra Jóni svo illa, að hann flosnaði upp þaðan. Hefur eng- inn prestur búið þar síðan, en kirkja var á Hálsi, þar til hún fauk í ofviðri 1893, var þá byggð upp á Djúpavogi. Séra Jón fékk Einholt á Mýrum 1813 og þjónaði því brauði í 14 ár. Á þcim árum fæddist barn á laun þar í sókninni, sem rnóðirin lét í poka og ætlaði að bera út, en af tilviljun fannst pokinn, ög barninu varð bjargað. Það var sveinbarn, scm náði háum aldri. Þó faðir fengist að því, taldi almannarómur það afkvæmi séra Jóns. Grunur lék á því, að stúlkan hefði áður verið búin að bera út. Hjörleifur læknir, sem var forvitri, var á ferðalagi við messu og altarisgöngu hjá séra Jóni. Hann sagði við prest: ,,Þú tókst tvær óverðugar persónur til altaris í dag, prestur minn, karlmann, sem deytt hefur pilt og konu, sem borið hefur út barn.“ „Hver eru þau?“ spurði presftur. Hjörleifur, sem lítt þekkti fólkið, lýsti þeim, svo að ekki var um að vilfast hver voru. Kom þetta heim við þann orð- róm, sem á þeim hvíldi þar í sókninni, þó lágt færi. Sem dæmi um uppfræðslu sóknarbarna séra Jóns, skal þess get- ið, að J829 er talið, að einir 3 bændur séu færir um að skrifa nafrj- ið sitt og auk þeirra ein kona og einn niðursetningur. Sóknarmeftn munu þá hafa verið 240 talsins. Frá Einholti fluttist séra Jón að Stafafelli 1827, var þar prestur í 6 ár, til 1833. Þar valt á ýmsu fyrir honum vcgna drykkjuskapar og óviðkunnanlegra hátta í prédikunarstóli. Kærðu sóknarmenn hann fyrir biskupi. Þetta varð til þess, að hann flutti frá Stafafelli að Stöð í Stöðvarfirði. Eftir eins árs þjónustu þar, var hann sviptur embætti. Slitu hjónin þá samvistir. Séra Jón fórá Sauðanes til Stef- áns bróður síns, en Margrét fór með Stefán son þeirra að Karls- stöðu.m á Berufjarðarströnd, þar sem þau dvöldust um skeið. Að Byggðarholti í Lóni eru þau komin 1841 og búa þar í tvíbýli við Gísla Árnason. Þaðan flytja þau að Hvammi í sömu sveit vorið 1843. Með þeim fór þangað Sigurður sonur Gísla, talinn fóstur- sonur þeirra. Þá voru búandi hjón í Hvammi: Einar Jórtsson, 28 ára, og Vilborg Ketilsdóttir, 26 ára. Börn þeirra voru: Jón, þriggja ára og Ketill, eins árs. 1 tvíbýli til þeirra flytur Stefán. Haustið 1843 gekk inflúenzukvefsótt. Úr henni andaðist Einar -og fleiri bændur í Lóni. Það leiðir til þess, að Stefán, þá 33 ára að 30 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.