Goðasteinn - 01.03.1968, Page 33

Goðasteinn - 01.03.1968, Page 33
aldri, tekur að sér forsjá heimilisins og kvongast Vilborgu haust- ið 1844. Skömmu síðar fæddist sonur þeirra, Halldór. Sambúð Stefáns og Vilborgar varð stutt. Hún andaðist 1849, 32 ára að aldri. Þá fer sem bústýra til Stefáns, Anna, dóttir Sigurðar Einarssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, scm bjuggu í Borgum 1816. Anna var 34 ára, er hún fór að Borgum. Hún giftist Stefáni skömmu síðar. Þau búa í Hvammi, þar til á árinu 1858, flytja þá að Vík í sömu sveit, í tvíbýli við Margréti Jónsdóttur og fyrra mann hennar, Svein Stef- ánsson. Þar búa þau fram á árið 1867, er þau flosnuðu upp vegna örbyrgðar. Heimilisfólk þeirra í Vík var 1860, auk hjónanna og móður Stef- áns, börn þeirra: Margrét, Guðmundur, Þórarinn, Sigríður og Sig- urður, á aldrinunr 2-9 ára, og Halldór, sonur Stefáns af fyrra hjóna- bandi. Stefáni er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á hæð, þrek- mn og kraftalegur. Fáir vissu afl hans, því hann neytti þess sjald- an, orðlagður stihingarmaður, enda nefndur „brúða“. Hreyfingar hans voru jafnan hægar og þunglamalegar, sem stappaði nærri leti. Eins og prúðmennska hans var á orði höfð, var ekki síður það, hvað hann var vandaður til orðs og æðis. Mest umtal og eftirtekt vöktu á Stefáni hættir hans í vinnu- brögðum og á ferðalögum. Þar kom það fram, að hann var ger- ólíkur öðrum mönnum. Það lýsti sér í því, að öll vinna um bjart- asta tíma dagsins var honum ógeðfelld, cn er halla fór degi og húma tók, vaknaði hann eins og af dvala og vann þá vel, eink- um er sól var sigin til viðar. Sömu hætti hafði hann á ferðalögum, et því varð viðkomið vegna veðurs. Af þessu leiddi það, að hann vildi vera sjálfráður í verki og einn á ferðalagi. Matföng sparaði hann ekki, hvorki við sig né sína, meðan nokkuð var handa á milli. Er að þrengdi, þoldi hann sult manna bezt. Hins vegar var hann hirðulítill um aðdrætti í búið, svo hann hlaut ámæli af. Frá Hvammi er langur engjavegur í svonefndan Hvammshólma, utan við Volaselskvísl. Á engjaslætti hafði Stefán venjulega þann hátt á, er hann kom þar á engjar laust fyrir hádegi, að segja við Ketil sjúpson sinn: „Keggi, farðu að sinna nafna þínum“, þ.e. hita kaffi. Á meðan drengurinn sýslaði við það, sem gat tekið ærinn Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.