Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 35

Goðasteinn - 01.03.1968, Qupperneq 35
ustu árum sínum svo af offitu, að orð var á gert. Afgreiðslumaður var þá N. S. Weyvadt, ungur maður, síðar kunnur verzlunarstjóri, skapbráður en var annars talinn mannkostamaður. Einu sinni, er hann afhcnti Stefáni kornvöru, benti Stefán honum á, að kögglar væru í vörunni, sem benti til þess, að hún væri skemmd. Weyvadt brást reiður við og hratt Stefáni, er hann vildi sýna honum þetta. Stefán þreif þá í bringu hans, hóf hann á loft og lagði niður í tóma kornbyrðu, hélt honum þar niðri með annarri hendi, en með hinni seildist hann til mikillar akkeriskeðju, er þar lá, og rakti hana of- an á Weyvadt, svo hann mátti sig hvergi hræra. Stefán bar síðan út vöru sína, hægt og flausturslaust. Að því búnu rakti hann keðj- una ofan af Weyvadt og sleppti honum. Weyvadt kærði meðferðina á sér fyrir Thaae verzlunarstjóra, en hann tók lítt á, taldi bezt að láta þetta niður falla, en Stefán varð maður að meiri. Þetta atvik gerðist er hann átti heima á Karls- stöðum á Berufjarðarströnd, sem fyrr segir frá. Síðustu búskaparár Stefáns í Vík urðu honum þung í skauti, þá voru harðinda- og afialeysisár, sérstaklega árið 1866. Voru þá mikl- ar frosthörkur og hafís bar svo mikinn að landi, að ekki sá í auðan sjó. Lá hann við land fram í ágústmánuð, grasvöxtur varð lítill og nýting misjöfn. í búi Stefáns varð það hungur og harðrétti að sögn barna hans, Margrétar, sem þá var 15 ára, og Guðmundar, sem var 12 ára, að þau urðu að styðja sig við garða og veggi til að færast úr stað. Þau töldu, að nábúakonan, Margrét Jónsdóttir, hefði bjarg- að þeim frá hungurdauða með bitum og sopum, sem hún var að miðla þeim af sínum litlu efnum. Hún var þá búin að missa fyrri mann sinn, Svein Stefánsson, og þau tvö börn, sem hún átti með honum; var þá einstæð ekkja og bjó með ráðsmanni. Margrét Guðmundsdóttir, móðir Stefáns, andaðist hjá honum í Vík 1861, um 78 ára að aldri, vafalaust södd lífdaga. Hún var talin ágæt kona. Var oft leitað til hennar með fæðingarhjálp og þótti gefast vel. Heimili Stefáns leystist upp vorið 1867. Þá voru aðeins tvö börn- in á þeirra vegum. Stefáni var ráðstafað til veru hjá séra Bjarna Sveinssyni á Stafafelli. Þar vann hann meðal annars að því að gera Goðasteinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.