Goðasteinn - 01.03.1968, Side 37

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 37
Hafliði Guðmundsson í Btíð: Læknisfylgd Það mun hafa verið 1906, að Jón Hjaltalín var læknir í Rangár- héraði. Þá var það á jólaföstunni, að hans var vitjað að Hávarðar- koti í Þykkvabæ til Friðriks Friðrikssonar, síðar kaupmanns í Mið- koti. Lá hann þungt haldinn. Þórður í Hávarðarkoti sótti lækn- inn. Var hann oft í þeim ferðum og þótti manna öruggastur og því til hans leitað. Oll vötn voru auð og vatnsmikil og þennan dag þykkt loft og rigning. Ég, sem þessar línur rita, var fenginn til að fylgja lækn- inum til baka og sækja um leið meðöl handa sjúklingnum. Var farið að bregða birtu, þegar lagt var af stað. Þurfti læknirinn þá að koma að Húnakoti í Austur-Þykkvabæ til sjúklings þar. Við fórum því austur svonefnda Gljábakka. Þegar læknirinn kom út í Húnakoti, var orðið aldimmt, jafnvel framar venju, því svo var jarðdimmt, að tæplega varð greint vatn frá þurrlendi. Nú var haldið austur að Hólsá og síðan upp með henni, að Djúpós, setn þá var í fullum vexti. Ekki var þesslegt, að sæi yfir hann, vegna dimmunnar. Jóni lækni mun hafa þótt nóg um að fara yfir Djúpós í björtu, hvað þá við þessar aðstæður. Spurði hann mig, hvort ég treysti mér til að fara yfir í þessu myrkri. Sagðist ég treysta mér það með guðs hjálp. Við lögðum nú út í vatnið. Sagði ég Jóni, að hann skyidi fylgja hesti mínum eftir, straummegin. Báðir vorum við á traustum og Goðasteinn 3)

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.