Goðasteinn - 01.03.1968, Side 40

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 40
Kristján Eldjárn: S]'ö menn í skálagólfi Skráð cftir Þórarni Kr. Eldjárn, hreppstjóra á Tjörn í Svarfaðardal (27. jan. 1962). Móðursystir mín, Þórunn Hjörlcifsdóttir, prests að Skinnastað og síðar Tjörn og Völlum, Guttormssonar, var merkiskona á alla lund, góð og grandvör. Hún var yfirsetukona, eins og verið hafði móðir hcnnar, og þótti áræðin og heilladrjúg í ljósmóðurstarfi. Maður Þórunnar var Arngrímur Gíslason málari, og var hún seinni kona hans. Þau bjuggu við lítil efni í Gullbringu í Svarfaðardal, þegar Arngrímur dó, árið 1887, frá fjórum ungum börnum þeirra. Þór- unn brá þá búi í Gullbringu og fluttist til foreldra sinna að Tjörn með sum börnin, en önnur voru tekin til fósturs af öðru vina- og kunningjafólki. Meðai annars fór Angantýr sonur hennar að Urð- um til Sigurhjartar bónda Jóhannessonar, sem scinna varð tengda- faðir minn. Naut Angantýr þar góðs ástríkis, og var hægt um vik fyrir móður hans að heimsækja hann. Kom hún að Urðum, þegar hentugleikar leyfðu, en föst regla var það, að hún færi þangað í nokkurra daga kynnisför á hverjum vetri. I þær ferðir hafði hún með sér yngstu dóttur sína, Nönnu, eftir að hún komst það á legg, að slíkt þætti gerlegt. Einu sinni sem oftar var Þórunn í heimsókn á Urðum að vetr- arlagi og hafði Nönnu með sér. Sváfu þær í stofu í frambæ, og fékk Þórunn einnig að hafa Angantý þar hjá sér. Þannig hagaði til í stofunni, að gluggi var á framþili, en við bakvegg andspænis 38 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.