Goðasteinn - 01.03.1968, Side 42

Goðasteinn - 01.03.1968, Side 42
Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum: Minningar Eitt það fyrsta, sem mér er minnisstætt frá ungdómsárum mínum, er frá 1896 (jarðskjálftaárinu), þá var ég 8 ára. Við vorum vakin og farið með okkur krakkana út um baðstofugluggann og farið með okkur upp í Gerði, í heyhlöðu, og var þar sofið í heyinu. Eitt tjald var þó til. Annað er mér minnisstætt frá sumrinu 1896, að Runólfur bróðir mömmu skrifaði henni bréf og bað hana að taka af sér stúlku um sumarið og leyfa henni að vera fram á haust. Hún var vinnukona hjá honum í Norðtungu og hann komið heldur nærri henni, eins •og oft hefur komið fyrir. Man ég, þegar hann kom með hana um vorið. Varð hún eins og aðrir, í jarðskjálftanum, að flytja úr bað- stofunni, og var búið um hana í tjaldinu úti á túni. Þar ól hún barn sitt, og fór það allt vel. Var það piltur. Hann er og hefur verið á Akranesi, mætur og merkur maður og heitir Friðjón. Um haustið kom Runólfur og sótti stúlkuna og barnið, og varð hann að reiða drenginn í fanginu austan úr Rangárvallasýslu og vestur í Borgar- fjörð. 40 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.